Næstum óstöðvandi!
Það munaði ekki um hólið sem Sven Göran Eriksson gaf Steven Gerrard fyrir leik Liverpool og Manchester City. Sven þekkir Steven mjög vel eftir að hann þjálfaði enska landsliðið og hann sagði að hann væri um það bil óstöðvandi.
"Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að stoppa Steven. Við verðum að reyna að finna einhverja leið. Ég veit bara að hann er ótrúlegur þegar ef hann fær tíma og rúm til að taka rispur fram völlinn. Það skiptir engu hvort hann er með boltann eða ekki.
Steven er einfaldlega einn besti leikmaðurinn sem völ er á. Hann býr yfir öllum þeim kostum sem knattspyrnumaður þarf að hafa. Hann getur varist og tæklingarnar hjá hjá honum eru alveg ótrúlegar. Hann hefur góðan leikskilning og sendingarnar hans eru sérlega góðar. Hann getur skotið og skorað mörk. Úthald hans er mikið og hann getur hlaupið fram og aftur um völlinn.
Það er mjög erfitt að segja hver er besti leikmaðurinn í þessu landi. Steven er þó án nokkurs vafa einn af þeim bestu og hann er núna búinn að vera í þeim hópi lengi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!