Hobbs vonast til að fá fleiri tækifæri
Jack Hobbs vonast til þess að fá fleiri tækifæri í aðalliði Liverpool á tímabilinu til þess að sýna sig og sanna fyrir Rafa Benítez. Hann hefur spilað í Deildarbikarnum á þessu tímabili og þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í keppninni vonast hann til þess að hann hafi ekki spilað sinn síðasta leik fyrir aðalliðið í bili.
,,Ég held að þetta hafi verið ár framfara hjá mér," sagði hann um síðasta ár. ,,Um sumarið vildi ég reyna að koma mér inní aðalliðshópinn og fá einhverjar mínútur útá vellinum og það hefur tekist. Það mikilvæga fyrir mig er að halda áfram að spila vel fyrir varaliðið og sýna stjóranum hvað ég get gert. Allt gengur vel hjá varaliðinu núna, við erum að vinna leiki og erum á toppi deildarinnar þannig að það hjálpar bara til."
,,Deildarbikarleikirnir voru frábær reynsla. Að spila gegn Robbie Fowler á Anfield var ótrúlegt og að vera svo valinn til að spila gegn Chelsea úti var einnig gott fyrir sjálfstraustið. Það eru margir góðir leikmenn hér og ég veit að það verður erfitt að komast í liðið en það eina sem ég get gert er að reyna áfram. Ég legg eins hart að mér og ég get á æfingum á hverjum degi og vonast til þess að bæta mig."
Hobbs mun líklega spila með varaliðinu á fimmtudagskvöldið gegn Blackburn en liðið mun reyna að styrkja stöðu sína á toppnum með sigri í þeim leik.
,,Það er frábært að vera á toppnum í deildinni og við vonumst auðvitað til þess að halda okkur þar," bætti Hobbs við. ,,Maður vill alltaf vinna bikara og það væri frábært ef við gætum unnið varaliðsdeildina á þessu tímabili. Frammistaða okkar hefur verið góð og ég held að það sé að mörgu leyti vegna þeirra ungu leikmanna sem stjórinn hefur keypt. Það eru mikil gæði í liðinu og þess vegna erum við að vinna leiki."
,,Það er alltaf mikilvægt að vera sigurvegari, alveg sama á hvaða stigi maður er að spila og það myndi gefa okkur mikið sjálfstraust ef við gætum endað tímabilið með gullmedalíu um hálsinn."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni