Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Eftir þrjú jafntefli í röð í deild og bikar er það bráðnauðsynlegt að ná þremur stigum úr þessum leik. Það gæti þó orðið erfitt því Liverpool vinnur sjaldan á Riverside. Hér er komið að einum leyndardómum knattspyrnunnar. Eins ótrúlegt og það er þá er staðreyndin sú að sumum liðið gengur bara verr á sumum völlum en öðrum! Riverside er til dæmis völlur sem Liverpool hefur aldrei gengið mjög vel á. Þar eru sigrar fátíðir og á öllu von. Þá virðist engu skipta hvernig liðunum hefur gengið áður en gengið er á hólm. Merkilegt!
Fyrir leik Liverpool gegn Manchester City, á næst síðasta degi síðasta árs, var staða Liverpool við toppinn alls ekki sem verst. Nú tveimur jafteflum síðar þurfa stuðningsmenn Liverpool að vona að liðin fyrir ofan liðið þeirra misstigi sig. Ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur oft og mörgum sinnum. Hvernig væri nú að Arsenal, Manchester United, Chelsea og Manchester City mundu öll tapa um helgina og Liverpool vinna? Skemmtileg hugmynd!
Liverpool gegn Middlesborough á síðustu sparktíð: Liverpool sótti eitt stig til Middlesborough í einum tíðindasnauðasta leik leiktíðarinnar. Bar sannarlega fátt til tíðinda í þeim leik.
Spá Mark Lawrenson
Middlesborough v Liverpool
Það er ekki nokkur leið að átta sig á Boro. Eina vikuna getur liðið leikið frábærlega en í þeirri næstu er svo allt annað uppi á teningnum. Liverpool lék skelfilega gegn Luton. Nú koma bestu menn þeirra aftur til leiks og ég held að liðið komist aftur á sigurbraut.
Úrskurður: Middlesborough v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!