Momo Sissoko fer líklega ekki til Juventus
Nú lítur út fyrir að Momo Sissoko sé ekki á leiðinni til Juventus eftir að ítalska félagið lýsti því yfir að þeir muni ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum.
Sissoko sagði á fimmtudaginn að hann væri mjög nálægt því að ganga til liðs við Juventus og Rafa Benítez sagði á blaðamannafundi að hann væri að bíða eftir rétta tilboðinu og félaginu fyrir Sissoko.
Forseti Juventus, Giovanni Cobolli Gigli sagði: ,,Juventus munu ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er eðlilegt að láta sig dreyma um góða leikmenn en til þess að draumarnir rætist þá þurfum við að bíða eftir því að rétta tækifærið komi."
Sissoko hefur lýst því yfir að hann sé ekki ánægður á Anfield enda hefur honum ekki tekist að vera oft í byrjunarliðinu í vetur. Valencia hafa lýst áhuga á því að fá hann til liðs við sig á ný og fréttir hafa einnig borist af því að Inter Milan hafi áhuga.
Benítez sagði þetta á laugardaginn varðandi stöðuna á Momo: ,,Ég hef spjallað við hann og umboðsmanninn um brottför hans nokkrum sinnum. Við vitum að það eru tvö til þrjú félög að spyrjast fyrir um hann og við erum að vinna að því að finna bestu lausnina fyrir hann og okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!