Steven vill að Jamie verði fyrirliði gegn Luton!
Steven Gerrard hefur beðið Rafael Benítez um að láta Jamie Carragher bera fyrirliðabandið gegn Luton Town annað kvöld. Það er sannarlega góð og gild ástæða fyrir þessari bón fyrirliðans! Jamie er reyndar varafyrirliði Liverpool en það spilar ekkert inn í. Ástæðan er sú að Jamie Carragher mun leika sinn 500. leik fyrir Liverpool!
Rafael Benítez, sem hefur staðfest að Jamie spili gegn Luton, segist svo frá. "Ég var að tala við Steven Gerrard og hann sagði við mig að sér þætti við hæfi, hvort sem hann sjálfur yrði í liðinu eða ekki, að Jamie ætti að vera fyrirliði í leiknum. Þess vegna mun Carra verða fyrirliði."
Fyrir utan að leiða Liverpool til leiks sem fyrirliði þá mun Jamie verða heiðraður af félaginu fyrir leikinn. Jamie, sem er búinn að leika með Liverpool í ellefu ár, er aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná 500 leikjum!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni