500 leikir fyrir Liverpool
Ian Callaghan sem er langleikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool afhenti Jamie Carragher viðurkenningu á Anfield í gær fyrir 500. leikinn hans fyrir Liverpool. Leikmenn Liverpool og Luton og Rafa Benítez heiðruðu einnig kappann með því að raða sér upp sitt hvoru megin við innganginn fyrir leikinn gegn Luton í ensku bikarkeppninni og klappa fyrir Carragher og syni hans þegar þeir gengu út á völlinn.
Carragher er nú 12. leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool en hann á langt í land með að verða sá leikjahæsti. Raunhæft markmið er topp fimm sem hann gæti náð á þremur tímabilum í viðbót. Carragher er nýorðinn þrítugur og heldur sér í fantaformi þannig að 50 leikir á tímabili í þrjú ár myndu tryggja honum verðugan sess í sögu Liverpool.
Ian Callaghan trónir á toppnum og mun sjálfsagt aldrei gefa eftir það sæti: "Ég veit ekki hvort hann muni slá mér við. Hann á 357 leiki eftir í það þannig að það væri meiriháttar afrek. Það væri þó frábært ef það yrði hann ef einhverjum myndi takast það. Það væri heppilegra ef heimamaður myndi slá metið því ég er heimamaður og það er mikilvægara að menn af þessum slóðum eigi þetta met. Carragher hefur verið lykilmaður liðsins í óteljandi ár og verður minnst sem stórkostlegs leikmanns hjá Liverpool."
Carragher á skammt eftir til að komast upp fyrir Kenny Dalglish á leikjalistanum og Chris Lawler og sjálfur Billy Liddell munu víkja á næsta tímabili ef Carra verður heill heilsu.
Listann yfir leikjahæstu leikmenn í sögu Liverpool má sjá á hér á LFChistory.net.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!