Bað Rafa um að fá að skora þrennu!
Rafa Benítez ætlaði að taka Steven Gerrard út af fyrr í gærkvöldi en hann bað stjórann sinn um að fá smátíma í viðbót til að skora þrennu. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark sitt á 52. mínútu og bætti við öðru marki á 64. mínútu. Þá fannst Rafa tímabært að taka Stevie útaf enda staðan orðin 4-0 en Stevie var ekki á þeim buxunum:
"Stjórinn kallaði á mig og sagði að hann ætlaði að fara að taka mig útaf. Ég bað hann um að fá fimm mínútur í viðbót því ég vildi skora þrennu. Ég er hæstánægður með að hann skyldi veita mér það tækifæri því það var gaman að fullkomna þrennuna."
Steven Gerrard skoraði svo þriðja mark sitt á 71. mínútu og var tekinn af velli nánast um leið. Það er ekki amalegt að hafa slíkt sjálfstraust!
Mynd úr leiknum í gær til hliðar: "Bara eitt í mark í viðbót stjóri, gerðu það."
Steven skorar fyrsta mark sitt með skalla...
Steven skorar annað mark sitt eftir að hafa náð frákasti í teignum...
Þrennan er í höfn eftir glæsilegt skot af um 30 metra færi...
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!