Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Eftir umrót þeirrar viku sem senn líður væri sannarlega gott að láta verkin tala inni á vellinum í upphafi nýrrar viku. Ekkert meðal er betra við verkjum í knattspyrnu en nokkur mörk og sigur. Slíkt bætir úr öllu. Eins og venjulega dugar ekkert nema sigur til að reyna að halda í við efstu liðin sem unnu öll sína leiki í gær. Liverpool er sem stendur í fjórða sæti en önnur lið sækja nú hart að. Ekki bætir það úr skák að eitt liðanna er Everton og fari allt á versta veg síðar í dag gætu Bláliðar komist upp fyrir Liverpool. Reyndar eru mótherjar Liverpool í þessum leik jafnir Liverpool að stigum þegar flautað verður til leiks. Það geta því allir séð hversu mjög sigur er nauðsynlegur í þessum leik.
Aldrei þessu vant spilar Liverpool heimaleik á mánudagskvöldi. Slíkt er sjaldgæft og minni mitt dugar ekki til að rifja upp síðasta sinn sem Liverpool lék síðast deildarleik á mánudagskvöldi. Ef ég man rétt þá var leikur þessu færður yfir á þetta kvöld eftir að Liverpool féll úr Deildarbikarnum. Undanúrslit þeirrar keppni fara einmitt fram nú síðar í vikunni. Að sjálfsögðu réði einhver sjónvarpsstöð þessari tilhögun. Sjónvarpsstöðvar ráða meiru um leikjaskipulag nútímans en allir aðrir aðilar sem að málinu koma. Þau völd er eitt af því, í sambandi við knattspyrnuheim nútímans, sem fer í taugarnar á mér. Er reyndar af ýmsu að taka í þeim efnum! Til dæmis óvarkárum eigendum. Best er að láta hér staðar numið! Ég hef ekki tíma í lengri skrif að þessu sinni!
Liverpool gegn Aston Villa á síðustu sparktíð: Liverpool náði sér á strik eftir lægð og varð fyrst liða til að leggja Aston Villa að velli. Liverpool lék mjög vel og Aston Villa átti ekki nokkra möguleika. Reyndar fékk Liverpool á sig eitt mark en það var í síðasta skipti þar til á útmánuðum að markmaður Liverpool fékk á sig mark í deildarleik á Anfield Road!
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Aston Villa
Þetta ætti að verða góður leikur. Aston Villa stefnir á að komast upp fyrir Liverpool í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsætið og ég veit að Martin O´Neill hefur ekki gefið upp alla von um að ná því sæti. Liverpool þarf að vinna og spila vel fyrir framan stuðningsmenn sína. Ég held að það takist og herra Martin O´Neill verði fyrir vonbrigðum.
Það er búið að skrifa mikla vitleysu um Liverpool. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu en ég hef trú á að það vinni sigur á Villa og komist á sigurbraut.
Úrskurður: Liverpool v Aston Villa 2:0.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!