Nicolas Anelka sér eftir Liverpool
Nicolas Anelka sem að nú á dögunum gekk í raðir Chelsea manna fyrir tæpar fimmtán milljónir punda frá Bolton Wanderers var lánsmaður hjá Liverpool hluta leiktíðarinnr 2001/2002. Hann skoraði þá fimm mörk í 22 leikjum. Þrátt fyrir að hann hafi sýnt góð tilþrif á köflum þá ákvað Gerard Houllier, þáverandi framkvæmdastjóri Liverpool, að kaupa hann ekki til liðsins og í staðinn hélt hann til Manchester City.
"Ég sé mikið eftir því að hafa ekki getað gengið til liðs við Liverpool og úrslitin úr leikjum þeirra eru þau fyrstu sem ég horfi eftir að loknum leikjum. Þegar ég var þar þá vildi ég skrifa undir hjá félaginu. Þetta var dásamlegt og ég hélt að það sem að ég gerði á vellinum var nægilega gott til að ég yrði keyptur."
Nicolas Anelka hefur átt stormasaman ferill og hefur leikið með Liverpool, Arsenal, Paris Saint-German, Fenerbache, Real Madrid, Manchester City, Bolton Wanderers og Chelsea. Enginn leikmaður í knattspyrnusögunni hefur verið seldur fyrir jafn háa upphæð. Þó er hann aðeins 28 ára gamall.
Sem fyrr segir þá ákvað Gerard Houllier að semja ekki við Nicolas Anelka. Stuðningsmenn Liverpool vildu margir fá Nicolas enda var hann búinn að standa sig vel. Reyndar hafði Nicoas ekki mjög gott orð á sér á þessum tíma vegna vandræðagangs en það voru engin vandræði í kringum hann hjá Liverpool. Gerard Houllier bað stuðningsmenn Liverpool að treysta sér, í þessu máli, því hann væri með annan leikmann í sigtinu og væri sá betri en Nicolas. Gerard náði þessum leikmanni til Liverpool. Sá heitir El Hajdi Diouf!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!