| Ólafur Haukur Tómasson
Liverpool og Aston Villa skildu jöfn 2-2 á Anfield í gærkvöldi. Yossi Benayoun kom Liverpool yfir á 19. mínútu en Aston Villa skoruðu tvö mörk á tæplega þriggja mínútna kafla og Peter Crouch jafnaði stöðuna þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Rafael Benítez segir að liðið hafi átt að vera búið að gera út um leikinn, enda mun sterkari aðilinn í leiknum.
"Við vorum að stjórna leiknum og sköpuðum okkur mörg færi, en við verðum að skora annað mark til að gera út um leikinn. Ef að við hefðum skorað annað mark þá er ég viss um að við hefðum skorað fleiri mörk í kjölfarið vegna þess að við vörum að spila vel.
Ég sagði við leikmennina eftir leikinn að ef þeir geti ekki gert út um leikina þá gefum við hinu liðinu von og það var einmitt það sem gerðist. Aston Villa beið eftir föstu leikatriði og skoruðu bæði mörkin úr slíku. Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn en við nýttum okkur þau ekki og í lokinn verður maður að líta á björtu hliðarnar því við hefðum getað tapað." sagði Rafael Benítez.
Þetta er núna fjórða jafnteflið í deildarleik í röð hjá Liverpool sem að situr nú í fimmta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Aston Villa og Manchester City, tveimur stigum á eftir Everton en Liverpool eiga leik til góða. Liverpool er núna fjórtán stigum á eftir efstu tveimur liðunum.
TIL BAKA
Rafa ósáttur með misnotuð færi

"Við vorum að stjórna leiknum og sköpuðum okkur mörg færi, en við verðum að skora annað mark til að gera út um leikinn. Ef að við hefðum skorað annað mark þá er ég viss um að við hefðum skorað fleiri mörk í kjölfarið vegna þess að við vörum að spila vel.
Ég sagði við leikmennina eftir leikinn að ef þeir geti ekki gert út um leikina þá gefum við hinu liðinu von og það var einmitt það sem gerðist. Aston Villa beið eftir föstu leikatriði og skoruðu bæði mörkin úr slíku. Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn en við nýttum okkur þau ekki og í lokinn verður maður að líta á björtu hliðarnar því við hefðum getað tapað." sagði Rafael Benítez.
Þetta er núna fjórða jafnteflið í deildarleik í röð hjá Liverpool sem að situr nú í fimmta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Aston Villa og Manchester City, tveimur stigum á eftir Everton en Liverpool eiga leik til góða. Liverpool er núna fjórtán stigum á eftir efstu tveimur liðunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan