Paul Anderson er miður sín
Leikmenn Havant & Waterlooville geta ekki beðið eftir að ganga út á Anfield Road í dag. Á sama tíma naga leikmenn Swansea sig í handarbökin því Havant sló Svanina út í síðustu umferð. Þó átti Swansea fyrst heimaleik. Honum lauk með jafntefli 1:1 og Havant vann svo heimaleik sinn 4:2. Afrek utandeildarliðsins er enn meira fyrir þær sakir að Swansea er með góða forystu í þriðju deildinni. Einn leikmanna Swansea er alveg miður sín yfir að missa af því að leika á Anfield Road. Þetta er Paul Anderson sem er í láni hjá Swansea frá Liverpool.
"Ég get alveg viðurkennt það að það féllu nokkur tár hjá mér í rútunni þegar við vorum á leiðinni til baka eftir leikinn við Havant & Waterlooville. Ég veit svo sem ekki fyrir víst hvort ég hefði fengið leyfi til að spila en það var að minnsta kosti ekkert í samninginum mínum sem kvað á um að ég mætti það ekki. Kannski hefði Liverpool beðið um að ég myndi ekki spila ef við hefðum komist áfram en ég veit ekkert um það fyrir víst. Ef satt skal segja þá var ég ekkert að velta því fyrir mér. Ég var bara að einbeita mér að því að komast í gegnum þriðju umferðina en það tókst því miður ekki. Ég stóð ekki fyrir mínu og átt mjög slakan leik gegn Hanvant og við töpuðum. Svona er lífíð."
Paul Anderson gæti svo sem verið á leiknum á morgun því Swansea lék í deildinni í gærkvöldi. Swansea vann öruggan 4:0 útisigur á Doncaster og hefur ellefu stiga forystu á toppi í þriðju deildinni. Paul var í byrjunarliðinu. Hann er búinn að standa sig mjög vel með Svönunum á þessari leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu