Ruslakarl, leigubílstjóri og öryggisvörður leika á Anfield
Ruslakarl, leigubílstjóri og öryggisvörður eru meðal þeirra starfsheita sem leikmenn Havant bera en þeir mæta Liverpool á morgun á Anfield í ensku bikarkeppninni. Þeir hlakka auðvitað til og hafa sumir þeirra farið í klippingu.
Ruslakarlinn Tony Taggart er vinstri kantur utandeildarliðsins Havant and Waterlooville. Hann mætti oft Joe Cole þegar hann var yngri en nú er hlutskipti þeirra ólíkt. Hann getur þó líkt og Joe Cole hlakkað til að leika á Anfield: "Ég fór í klippingu í gær hjá lukkurakaranum mínum. Þetta var bara 14 punda snyrting þannig að ég líti vel út í sjónvarpinu. Ég fór í klippingu á sama stað fyrir aðra umferð bikarsins og þá skoraði ég sigurmarkið gegn Notts County þannig að vonandi þarf Jose Manuel Reina að sækja boltann úr netinu á meðan ég fagna fyrir framan Kop."
Aðalmarkaskorari Havant er Rocky Baptiste sem er að leigubílstjóralærlingur. Hann skutlar jafnan Tony á æfingar enda á hann ekki bíl sjálfur. Tony er þó ánægður með starfið sitt að einu leyti: "Starfið heldur mér í formi því að ég labba allan daginn og lyfti tunnum þannig að ég held að enginn leikmaður Liverpool sé í betra formi en ég."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna