Liverpool-Havant, tölfræði
Í enska bikarnum hefur Liverpool spilað 397 leiki; unnið 212 gert 87 jafntefli og tapað 98. Markatalan í þessum leikjum er 660-373.
Þetta er í fimmta sinn sem Liverpool mætir utandeildarliði í þessari keppni síðan fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hinir leikirnir voru:
31. janúar 1920, 2, umferð, Luton-Liverpool 0-2.
12. janúar 1939, 3. umferð, Yeovil & Petters-Liverpool 2-6.
15. janúar 1959, 3. umferð, Worcester City-Liverpool 2-1.
3. janúar 1981, 3. umferð, Liverpool-Altrincham 4-1.
Stærsti sigur Liverpool í bikarnum er 9-0 gegn Newtown í 2. umferð undankeppninnar í október 1893.
Í keppninni sjálfri er stærsti sigurinn 8-0 gegn Swansea City í janúar 1990. Liðið hefur einnig unnið York City, Rochdale og Birmingham 7-0 á síðustu 23 árum.
Fyrr í þessum mánuði skoraði Steven Gerrard 16. þrennu Liverpool í enska bikarnum í endurteknum leik 3. umferðar gegn Luton. Sú þrenna var sú fyrsta fyrir Liverpool í keppninni síðan Stan Collymore skoraði þrennu gegn Rochdale 1996.
Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri en þrjú mörk í einkum leik í enska bikarnum fyrir Liverpool Harold Barton skoraði fjögur gegn Chesterfield í janúar 1932, sem og Alf Arrowsmith gegn Derby County á heimavelli í janúar 1964. Tony Hateley lék svo sama leik gegn Walsall á Anfield í febrúar 1968.
Liverpool hefur dregist 22 sinnum gegn utandeildarliðum í þessari keppni. Liðið hefur unnið 18 leiki og tapað fjórum.
Síðan Liverpool byrjaði að spila í deildinni hefur liðið tapað þrisvar fyrir utandeildarliði. Árið 1902 tapaði liðið 4-1 fyrir Southampton á útivelli, og árið 1909 kom Norwich á Anfield og vann 3-2. Frægasta tapið kom hins vegar gegn Worcester City, 2-1 á útivelli árið 1959.
Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem Liverpool hefur mætt utandeildarliði þegar svo langt er komið í keppninni. Árið 1906 sigraði liðið Southampton 3-0 og síðan Queens Park Rangers 2-1 árið 1914. Báðir leikirnir fóru fram á Anfield.
Steven Gerrard hefur skorað átta mörk í enska bikarnum fyrir Liverpool. Aðeins 14 leikmenn Liverpool hafa skorað meira í keppninni. Aðrir sem hafa líka skorað átta mörk eru John Aldridge, Jack Cox, Tony Hateley, Steve Heighway, Gordon Hodgson, Michael Owen, Albert Stubbins og John Toshack.
Þegar Liverpool mætti utandeildarliðinu Altrincham í bikarnum á Anfield 1981 var John Owens, núverandi yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, í liði gestanna.
Ian Rush er eini leikmaðurinn sem hefur skorað tvær þrennur fyrir Liverpool í þessari keppni.
Síðan deildarkeppnin varð fjórar deildir fyrir keppnistímabilið 1919-20 hefur Liverpool mætt fjórum utandeildarliðum. Síðasta liðið var Altrincham árið 1981.
Frá sama tíma var stærsti sigur Liverpool í fjórðu umferð unnin árið 1939, þegar liðið sigraði Stockport County 5-1.
Í þremur af síðustu fjórum skiptum sem Liverpool hefur komist lengra en í fjórðu umferð í keppninni hefur liðið komist í úrslit. Undantekningin var árið 2004, þegar Liverpool tapaði fyrir Portsmouth í endurteknum leik. Portsmouth er það deildarlið sem er styst frá Havant % Waterlooville landfræðilega.
Liverpool hefur aðeins unnið þrjá af síðust átta leikjum sínum í þessari umferð keppninnar.
Engin erlendur leikmaður hefur skorað þrennu í enska bikarnum fyrir Liverpool.
Steven Gerrard vantar tvö mörk til að hafa náð 50 mörkum fyrir Liverpool í öllum keppnum á Anfield.
Liverpool vantar tvö mörk upp á að hafa náð 350 mörkum í öllum keppnum undir stjórn Rafa Benítez.
Þetta er 8. leikur Havant & Waterlooville í enska bikarnum á þessu tímabili.
Á fyrsta tímabilinu eftir að liðið sameinaðist vann Havant & Waterlooville syðri deild suðurdeildar undir stjórn Billy Gilbert, fyrrum leikmanns Crystal Palace og Portsmouth.
Áður en Waterlooville sameinaðist Havant Town komst liðið fjórum sinnum í fyrstu umferð enska bikarsins en komst aldrei lengra en það.
Á síðasta tímabili komst Havant & Waterlooville í fyrstu umferð en tapaði þá 2-1 fyrir Millwall á heimavelli. Þá var fyrrum leikmaður Liverpool, Zak Whitbread, í liði Millwall. Faðir hans, Barry, sem hefur starfaði í akademíu Liverpool, kom inn á sem varamaður í liði Altrincham gegn Liverpool 1981.
Framkvæmastjóri liðsins er Nicky Banger, sem skoraði gegn Liverpool fyrir Southampton í 2-1 sigri í deildinni í febrúar 1993.
Liðið vann Fleet Town í þriðju umferð undankeppninnar. Framkvæmdastjóri Flett var Andy Sinton, sem spilaði fyrir Brentford gegn Liverpool í fjórðungsúrslitnum enska bikarsins 1989.
Einn leikmanna Havant & Waterlooville, Jamie Slabber, hefur leikið gegn Liverpool áður. Hann lék sinn eina leik fyrir Tottenham sem varamaður gegn Liverpool á White Hart Lane í mars 2003. Liverpool vann 3-2 og skoraði Steven Gerrard eitt markanna.
Faðir Tom Jordans, annars leikmanns liðsins lék fyrir Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1979 gegn Arsenal. Það var Joe Jordan.
Enn einn leikmaður liðsins, Richard Pacquette, var liðsfélagi Peters Crouch hjá Queens Park Rangers.
Þegar liðið náði í fyrsta sinn að komast í fyrstu umferð aðalkeppni enska bikarsins beið það lægri hlut fyrir Southport, 2-1.
Liðið hóf keppni í enska bikarnum gegn Bognor Regis frammi fyrir 426 áhorfendum.
Í fyrstu umferð keppninnar sjálfrar sigruðu þeir York City á Kit Kat Crescent.
Rocky Baptiste er markahæstur leikmanna í enska bikarnum í vetur með fjögur mörk. Sá eini til viðbótar sem hefur skorað meira en eitt mark er Richard Paquette með þrjú mörk.
Meðal fyrrverandi leikmanna félagsins eru Dean Holdsworth, Liam Daish, Fitzroy Simpson, David Lee, David Howells, Gareth Hall og Alan Knight sem hafa allir spilað gegn Liverpool í deildinni.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!