Venjulegur undirbúningur
Rafael Benítez segir að það verði ekki neitt vanmat í herbúðum Liverpool fyrir leikinn við Havant & Waterlooville. Allur undirbúningur verður með venjubundnum hætti líkt og verið væri að fara að leika gegn Inter Milan eða Everton.
"Við undirbúum okkur fyrir leikinn með venjubundnum hætti. Við erum búnir að skoða myndbönd og okkar menn hafa farið og horft á leiki með þeim eins og venjulega er gert. Við sýnum þeim mikla virðingu. Við munum undirbúa þennan leik á sama hátt og leik gegn hvaða Úrvalsdeildarliði sem er og svo fáum við okkur drykk með þeim eftir leikinn eins og við erum vanir að gera.
Þetta er leikur sem fólk á von á að við vinnum og skorum fullt af mörkum. En áður en maður skorar annað markið þá þarf að skora það fyrsta. Við sáum gegn Luton að það tók okkur 44 mínútur að brjóta ísinn.
Við erum í tveimur keppnum, F.A. bikarnum og Meistaradeildinni, sem við getum komist áfram í. Gott gengi okkar í þessum keppnum skiptir miklu fjárhagslega séð og reyndar á allan hátt. Svo reynum við, eins og ég hef áður sagt, að reyna að komast eins ofarlega og við getum í Úrvalsdeildinni."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna