Liverpool gegn Havant & Waterlooville
Leikur Liverpool við Havant & Waterlooville, í 4. umferð F.A. bikarsins, hefst klukkan þrjú á Anfield Road. Leikurinn er ekki sýndur í sjónvarpi en við fylgjumst með gangi mála á liverpool.is.
Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. Fyrst vannst F.A. bikarinn 1965 og svo 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006. Havant & Waterlooville hefur aldrei komist lengra í keppninni en nú. Liðið er búið að fara í gegnum sex umferðir í keppninni. Tvö deildarlið, Notts County og Swansea City, liggja í valnum.
Búist er við mikilli stemmningu á Anfield Road í dag. Um 6.000 áhorfendur munu fylgja Havant & Waterlooville og seldi félagið að sjálfsögðu alla þá miða sem það fékk úthlutað. Búist er við að uppselt verði á leikinn. Hluti Havant af aðgangseyrinum mun færa félaginu um það bil 350.000 sterlingspund í kassann og munar um minna fyrir utandeildarlið.
Liverpool hefur dregist 22 sinnum gegn utandeildarliðum í F.A. bikarnum. Liðið hefur unnið 18 leiki og tapað fjórum. Þetta verður fyrsti leikur Liverpool gegn utandeildarliði frá því liðið mætti Altrincham í 3. umferð F.A. bikarsins á Anfield Road leiktíðina 1980/81. Liverpool vann leikinn 4:1. Kenny Dalglish skoraði tvö mörk og þeir Terry McDermott og Ray Kennedy eitt hvor. Liverpool tapaði síðast fyrir utandeildarliði leiktíðina 1958/59 en liðið tapaði þá 2:1 fyrir Worcester City í 3. umferð keppninnar. Geoff Twentyman skoraði eina mark Liverpool úr vítaspyrnu. Tapið þótti algert hneyksli fyrir Liverpool á sínum tíma og það þótt liðið væri í annarri deild!
Hvað gerist á Anfield Road í dag?
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni