Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Liverpool hefur sannarlega fatast flugið í deildinni frá því liðið var rétt á eftir efstu liðunum á öðrum degi jóla. Frá þá hefur Liverpool ekki unnið deildarleik. Reyndar hefur liðið ekki heldur tapað en jafnglímin hafa verið dýrkeypt. Fjögur jafntefli í röð hafa valdið því að prýðileg staða við toppinn er orðin að baráttu um fjórða sætið. Það sem meira er það er ekkert útlit á öðru en sú barátta verði mjög erfið því liðin sem þar eru í kring hafa ekki gefið neitt eftir í síðustu leikjum. Það hefur Liverpool á hinn bóginn gert og sigur annað kvöld er alger nauðsyn. Þessi lið léku saman á Upton Park fyrir réttu ári og vonandi fáum við stuðningsmenn Liverpool sömu úrslit og þá.
Hinir amerísku eigendur Liverpool virðast ekkert á þeim buxunum að láta þessa dýrmætu eign sína frá sér. Það ætti því ekki að vera nein nauðsyn á því fyrir fjölmiðla að halda áfram að velta þeim málum fyrir sér. Leikmenn Liverpool verða á hinn bóginn að fara að vinna í því hörðum höndum að koma sér og liðinu sínu í fréttirnar. Það gerðu þeir reyndar eftir bikarleikinn á laugardaginn en mótherjarnir fengu líka sinn skerf af sviðsljósinu. Það verðskulduðu þeir sannarlega og líklega var stemmningin á Anfield Road með því allra besta á þessari leiktíð. Þetta var dagur sem knattspyrnan var í sviðsljósinu og var tími til kominn!
Liverpool gegn West Ham United á síðustu sparktíð: Liverpool vann fyrst liða til að leggja Aston Villa að velli. Liverpool lék mjög vel og Aston Villa átti ekki nokkra möguleika. Reyndar fékk Liverpool á sig eitt mark en það var í síðasta skipti þar til á útmánuðum að markmaður Liverpool fékk á sig mark í deildarleik á Anfield Road!
Spá Mark Lawrenson
West Ham United v Liverpool
Þetta er áhugaverður leikur. Gengi West Ham á heimavelli hefur ekki verið upp á það besta og það er eins og liðið skorti sjálfstraust þegar það leikur á Upton Park. Það hjálpar liðinu að nokkrir af þeim leikmönnum sem hafa verið meiddir eru að skila sér.
Ég veit ekki hverja maður á von á með Liverpool því það veit ekki nokkur maður hvaða liði Rafael Benítez teflir fram hverju sinni. En hann þarf að fara að velja sitt sterkasta lið því liðið þarf að vinna leiki.
Úrskurður: West Ham United v Liverpool 2:1.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni