Sissoko skrifar undir fimm ára samning hjá Juventus
Momo Sissoko hefur gengið til liðs við Juventus eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá Liverpool. Opinber síða Liverpool hefur nú staðfest félagsskiptin.
Hann flaug í gærkvöldi frá Torínó til Gana eftir að hafa skrifað undir fimm ára samning hjá Juventus. Sissoko og félagar munu leika gegn Fílabeinsströndinni í síðasta leik sínum í riðalkeppni Afríkubikarsins.
Sissoko er feginn að þessu langa samingaferli sé lokið: "Ég veit nú hvað framtíðin ber í skauti sér og hvaða félagi ég tilheyri þegar Afríkubikarnum lýkur. Ég er stoltur af því að klæðast búningi Juve."
Sissoko kom til Liverpool sumarið 2005 fyrir 5,6 milljónir punda en Juventus greiðir Liverpool 8,2 milljónir punda fyrir kappann núna og svo 1,4 milljónir til viðbótar eftir ákveðinn leikjafjölda. Þessar 8,2 milljónir eru rétt tæplega helmingur kaupverðsins á Mascherano og allt eins taldar líkur á því að gengið verði frá kaupum á Mascherano áður en félagsskiptaglugginn lokar á fimmtudaginn. Sissoko lék 86 leiki fyrir Liverpool og skoraði eitt mark. Við óskum honum velfarnaðar hjá Juventus.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna