Yossi fer á fornar slóðir
Yossi Benayoun heldur á fornar slóðir í kvöld með félögum sínum í Liverpool. Hann mætir fyrrum félögum sínum í West Ham United á Upton Park og hlakkar mikið til. Það gæti þó verið að hann fengi kaldar kveðjur því stuðningsmenn Hamranna voru ekki alls kostar sáttir við brottför hans.
"Ég hlakka mikið til að snúa aftur því heimavöllur West Ham mun alltaf vera sérstakur staður fyrir mig. Ég átti virkilega góðan tíma þar og eignaðist marga vini. Stuðningsmennirnir reyndust mér alltaf vel og það verður gott að koma aftur þangað. Ég veit svo sem ekki hvers konar viðtökur ég fæ frá stuðningsmönnunum en ég vonast skiljanlega til að mér verði vel tekið. En þó svo að sú verði ekki raunin þá mun viðhorf mitt til West Ham ekki breytast."
Yossi Benayoun hefur leikið vel á leiktíðinni og hann skoraði þrennu á laugardaginn þegar Liverpool vann Havant & Waterlooville. Reyndar hefði hann getað skorað fimm mörk í leiknum. Yossi er búinn að skora tíu mörk á leiktíðinni og er þriðji markahæsti maður Liverpool. Hann hefur unnið það fágæta afrek að skora tvær þrennur á leiktíðinni og er það sérlega vel af sér vikið.
Liverpool hefur ekki unnið deildarleik það sem af er þessu ágæta ári og það væri sérlega vel þegið að ná sigri í kvöld. Yossi viðurkennir að Liverpool þarf að bæta sig.
"Við þurfum að bæta okkur því við erum búnir að gera jafntefli jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum okkar. Við megum einfaldlega ekki við því að tapa stigum."
Það væri sannarlega magnað ef Yossi skoraði ellefta mark sitt fyrir Liverpool í kvöld. En það á eftir að koma í ljós hvort Yossi verður yfir höfuð í byrjunarliðinu hjá Rafael Benítez í kvöld. Það er ekki á vísan að róa með það en ef það dugar ekki til að skora þrennu til að halda sæti sínu í liðinu þá er ekki gott að segja hvað þarf til!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!