| HI

Lee Peltier seldur til Yeovil

Hinn tvítugi miðjumaður Liverpool, Lee Peltier, hefur verið seldur til Yeovil Town. Hann gerði þriggja ára samning við félagið. Lee hefur verið á láni hjá liðinu frá byrjun þessa tímabils og leikið 23 leiki. Nú eru vistaskiptin orðin varanleg. Yeovil leikur í þriðju efstu deildinni á Englandi (League One).

Lee Peltier, sem er fæddur og uppalinn í Liverpool, kom upp úr akademíu Liverpool og lék fjóra leiki með aðalliði félagsins. Hann náði hins vegar aldrei að festa sig í sessi í liðinu. Lee var um tíma í láni hjá Hull City á síðustu leiktíð.

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan