Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Þorrinn er einnar viku gamall og nú er frost á Fróni! En það er víðar en á Ísland sem harðindi geysa. Það verður ekki annað sagt en að nú sé harðindakafli á Anfield Road. Liverpool hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Reyndar hefur aðeins einn af þeim leikjum tapast en leikirnir fimm hafa aðeins skilað fjórum stigum! Hugsum aftur í tímann til annars dags jóla. Steven Gerrard skoraði þá sigurmark Liverpool gegn Derby County á lokamínútu leiksins. Eftir þann sigur var Liverpool sjö stigum eða svo á eftir efsta liðinu og átti leik til góða. Liverpool á þennan leik inni en sigur í honum færir liðið ekki mikið nær efstu þremur liðunum í deildinni sem eru að stinga af. Þessi harðindi, sem hafa heltekið liðið, frá því á öðrum degi jóla eru illskiljanleg. Það gengur ekkert upp. Liðið er reyndar ekki að spila vel og ef eitthvað er þá fer leik þess versnandi. Sjálfstraustið hefur gersamlega yfirgefið marga leikmenn og vissar ákvarðanir Rafael Benítez í liðsvali hjálpa ekki til. Það er að æra óstöðugan að fara yfir þessi mál fram og aftur. Reyndar skilur maður minna og minna í þessari lægð eftir því sem maður hugsar meira um hana. Maður verður bara að vonast eftir hláku og það strax. Reyndar spáir Veðurstofan því að frostið minnki núna um helgina!
Það þýðir ekkert lengur að tala um að Liverpool þurfi að vinna næsta leik. Það vita allir að liðið þarf að fara að vinna leiki í deildinni. Næsti leikur er síðdegis á morgun og Liverpool verður einfaldlega að vinna hann. Reyndur hefur liðið þurft að vinna síðustu fimm deildarleiki. Nú verða leikmenn Liverpool að láta verkin tala inni á vellinum. Það gengur ekkert að tala um að gera þetta eða hitt. Verkin verða að fara að tala!
Liverpool gegn Sunderland á síðustu sparktíð: Liverpool mætti ekki Sunderland á síðustu leiktíð þar sem Svörtu kettirnir dvöldu þá í næst efstu deild. Þeir fóru tómhentir frá Anfield Road úr síðustu heimsókn sinni. Xabi Alonso skoraði þá eina mark leiksins sem tryggði Evrópumeisturunum sigur!
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Sunderland
Liverpool er nú aðins skugginn af liðinu sem hóf leiktíðina. Ég held að liðið verði bara að byrja frá grunni. Rafael Benítez, framkvæmdastjóri liðsins, þarf að velja sína sterkustu menn og sigur í þessum leik er alveg nauðsynlegur. Sunderland náði stórgóðum úrslitum með sigri á Birmingham núna í miðri viku í leik sem liðið lék reyndar ekkert vel í. En þrátt fyrir þann sigur þá held að liðinu muni reynast erfitt að fá stig úr þessum leik.
Úrskurður: Liverpool v Sunderland 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!