| Sf. Gutt

Stöndum þétt saman!

Sami Hyypia er einn reyndasti leikmaðurinn í herbúðum Liverpool. Hann segir að leikmenn Liverpool verði að snúa bökum saman til þess að koma gengi liðsins aftur í viðundandi horf.

"Þetta snýst um liðsheildina. Við verðum að standa þétt saman og finna leið út úr vandanum sem liðsheild. Það dugar ekkert annað en að leggja enn harðar að sér en við höfum gert og þá lagast þetta. Við erum með nógu góða leikmenn í liðshópnum til að vinna leiki. Það er því aðeins spurning um tíma að við náum okkur aftur á strik. Við náðum mjög góðri rispu í nóvember og desember og nú þurfum við að rifja upp hvernig við vorum að spila þá."

Sami Hyypia býr yfir gríðarlegri reynslu. Hann er búinn að leika rúmlega 400 leiki með Liverpool frá árinu 1999 og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann segist tilbúinn að gefa félögum sínum góð ráð ef vilji sé fyrir því.

"Auðvitað getum við alltaf rætt málin við þjálfarana en ef einhver vill þiggja ráð frá mér þá skal ég vera til staðar og segja mína skoðun. Ég fer ekkert í felur þótt á móti blási. Þetta er málefni alls liðsins. Ef ég segi að menn verði að nýta tækifærin sem bjóðast þá snýr það ekki bara að sóknarmönnunum. Það er heldur ekki bara vörnin sem á að verjast. Við verðum sem lið að þétta raðirnar og koma hlutunum í lag. "

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan