Bolton vill kaupa Danny Guthrie
Miðjumaðurinn efnilegi Danny Guthrie er búinn að vera í láni hjá Bolton Wanderes á þessari leiktíð. Danny hefur staðið sig frábærlega og verið fastamður í liðinu. Þegar hér er komið við sögu hefur hann leikið rúmlega 20 leiki með Bolton. Forráðamenn Bolton vilja nú fá Danny í sínar raðir fyrir fullt og fast. Gary Megson, framkvæmdastjóri Bolton, sagði þetta um málið í viðtali við Daily Star.
"Við erum búnir að tala við forráðmenn Liverpool um að kaupa Danny og hann virðist hafa áhuga á því að ílengjast hér. Forráðamenn Liverpool vilja þó hafa dvöl hans hér með óbreyttum formerkjum og við verðum því að sjá til í lok leiktíðarinnar. Ég held að hann vilji ekki fara neitt annað. Honum líkar vel hérna og er að spila með aðalliðinu. Við tökum málið upp þegar leiktíðinni lýkur."
Sem fyrr segir þá hefur Danny staðið sig með miklum sóma hjá Bolton. Hann stóð sig líka vel hjá Southampton á síðustu leiktíð þegar hann var í láni þar. Southampton vildi kaupa hann en Liverpool neitaði enda er Danny í áliti hjá uppeldisfélaginu sínu. Það er þó ekki víst að það dugi til að Liverpool vilji halda honum.
Mín skoðun er sú að það væri rangt að selja Danny áður en hann hefur fengið almennilegt tækifæri til að sýna sig og sanna hjá Liverpool. Forráðamenn Liverpool voru til dæmis, að mínu áliti, of fljótir á sér að selja Stephen Warnock. Hann hefur staðið sig mjög vel með Blackburn og það væri gott að hafa hann núna þegar þeir John Arne Riise og Fabio Aurelio ná sér ekki á strik.
Það sem ég hef séð til Danny Guthrie lofar góðu. Hann er duglegur, kraftmikill og gefur ekki tommu eftir. Hann hefur aðallega spilað á miðjunni eða úti á kantinum. Danny hefur leikið sjö leiki með Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!