Fernando er líklega úr leik í bili
Fernando Torres varð að fara af velli um miðjan fyrri hálfleikinn í landsleik Spánverja og Frakka í gærkvöldi. Brotið var á honum og hann meiddist aftan á læri. Nú lítur allt út fyrir að hann verði eitthvað frá vegna meiðslanna. Í það minnsta er afar ólíklegt að hann geti spilað með gegn Chelsea á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Fernando meiðist með landsliðinu en hann meiddist á æfingu með því í haust og var frá í um það bil mánuð.
Rafael Benítez var skiljanlega ekki ánægður og sú staðreynd að meiðslin áttu sér stað í vináttulandsleik gerðu honum enn gramara í geði. Hann telur útséð um að Fernando geti spilað gegn Chelsea. "Það sem vitum er að Fernando Torres er meiddur aftan á læri. Ég þarf að tala við lækninn en ég held að hann missi af þessum leik. Venjulega er leikmaður frá í minnsta kosti viku þegar svona meiðsli eru annars vegar."
Fernando Torres sagði sjálfur í morgun að hann væri ákveðinn í að vera tilbúinn til leiks á sunnudaginn.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu