Hefur trú á því að hægt sé að ná Chelsea
Steven Gerrard er pirraður yfir því að Liverpool skuli ekki vera lengur í baráttu um enska deildarmeistaratitilinn en hann hvetur liðsmenn sína til að komast nær Chelsea með sigri á Stamford Bridge síðar í dag.
Fyrirliðinn viðurkennir að úrslit undanfarinna leikja hafi gert það að verkum að liðið eigi nú engan möguleika á því að gera atlögu að titlinum á þessu tímabili. Enn er þó hörð barátta um fjórða sætið og til þess að vera með í baráttunni þarf liðið að komast á sigurbraut á ný og vill Gerrard byrja með sigri í Lundúnum í dag.
,,Útivallarformið gegn liðunum í efstu þremur sætum deildarinnar hefur ekki verið nógu gott; við getum ekki leynt því," sagði hann.
,,Þegar lið eins og Chelsea koma á Anfield þá vitum við að við verðum að spila okkar allra besta leik til þess að ná góðum úrslitum vegna þess að það er svo erfitt að sigra þá. Þegar við höfum farið á völl eins og Stamford Bridge undanfarin ár, þá held ég að þeir hafi ekki getað sagt það sama um okkur. Það er í svona leikjum sem maður þarf á því að halda að allir leikmennirnir spili sinn besta leik."
,,Í nokkur ár hefur mér fundist við ekki getað spilað nema á einn hátt á svona völlum, þar sem við höfum reynt að vera þéttir í vörninni og ná svo að pota inn einu marki. Við máttum ekki við því að vera of ákafir. Núna höfum við leikmenn sem gera okkur kleift að gera meira og valda usla í vörn andstæðinganna. Ég verð verulega vonsvikinn ef við reynum ekki alvarlega að sækja öll þrjú stigin í dag. Við þurfum á öllum stigunum að halda miðað við stöðuna sem við erum í."
,,Ég held að við séum allir raunsæir á möguleika okkar á titlinum núna. Það virðist vera svo að möguleikarnir séu úti enn eitt tímabilið. En ég hef hinsvegar trú á því að við getum náð Chelsea. Ef við gerum það, þá komum við okkur þægilega fyrir á meðal efstu fjögurra liðanna, sem er svo mikilvægt."
Hann bætti við: ,,Við höfum misstigið okkur vegna allra þessara jafntefla sem við höfum gert. Okkur hefur verið refsað fyrir það að klára ekki leikina heima og geta svo ekki komið til baka þegar við fáum á okkur mark fyrst á heimavelli. Yfir 38 leiki og níu mánuði þá koma veikleikar liða í ljós, ef einhverjir eru, og það er ljóst að við erum enn ekki þar sem við viljum vera. Þrátt fyrir það sem sagt er, þá held ég ekki að við séum eins langt frá titilbaráttunni eins og taflan segir til um. Í byrjun tímabilsins þegar við vorum að spila mjög vel þá mátti sjá hvers við erum megnugir. En við höfum ekki haldið því við."
,,Hvert einasta lið getur búist við því að eiga slæma kafla á tímabilinu en okkar slæma tímabil hefur teymt okkur of langt frá efstu liðunum. Nú þurfum við á stórri frammistöðu að halda til að lyfta sjálfstraustinu á ný og komandi leikir eru tilvaldir í einmitt það. Ef við getum sigrað FA Bikarkeppnina eða Meistaradeildina, þrátt fyrir að vera slakir í deildinni, þá getum við a.m.k. sýnt einhverja bikara eftir tímabilið."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni