Bréf frá Mohamed Sissoko
Nokkrum dögum eftir að Mohamed Sissoko gerði samning við Juventus birtist opið bréf frá honum á vefsíðu Liverpool F.C. Bréfið er hér að neðan.
Kæru aðdáendur Liverpool,
Um leið og ég kom til Liverpool áttaði ég mig á því hversu mikla þýðingu þetta lið hefur. Núna, eftir að hafa verið hér í tvö og hálft ár, er komið að kveðjustund og ég get ekki falið þá sorg sem felst í því að yfirgefa eitt af bestu félögum í Evrópu. Liverpool F.C. sem félag, stuðningsmenn þess, þjálfarar og liðsfélagar mínir hafa hjálpað mér til að verða betri leikmaður og umfram allt betri maður.
Liverpool F.C. er eitt af bestu félögum sem fyrirfinnst og stuðningmenn þess yfirgefa félagið aldrei. Jafnvel þegar útlitið er hvað svartast þá finnur maður að stuðningsmennirnir standa við bakið á manni og reyna að styðja mann eins mikið og þeir geta. Þeir gefast aldrei upp og gera félagið enn sterkara. Mig langar virkilega til að þakka þeim fyrir að hjálpa mér að skynja og skilja hvað knattspyrna stendur fyrir í sinni tærustu mynd. Ég held að Liverpool F.C. gangi svona farsællega vegna þeirra sem leiða félagið. Rafael Benítez vinnur frá sólaruppras til sólarlags og leikmennirnir vita að þeir verða að berjast fyrir rauðu treyjuna hverja einustu sekúndu í hverjum einasta leik.
Ég er núna að hefja nýtt ævintýri hjá Juventus sem er eitt af stærstu félögum í Evrópu. Það félag hefur líka sýnt mér það traust að fá mig til liðs við sig. Ég mun reyna mitt allra besta í hverjum einasta leik og berjast af öllum mætti þar til yfir lýkur fyrir nýju skyrtuna mína. En ég veit hvað það fyrsta verður sem ég geri um leið og hverjum leik lýkur. Það verður að spyrjast fyrir um hvernig Liverpool F.C. gekk.
Allir þekkja goðsögnina um "You'll Never Walk Alone". Ég mun aldrei gleyma lífsreynslunni sem ég fékk og liðinu. Ég vil þakka öllum fyrir það tækifæri að fá að leika með Liverpool og óska öllum alls hins besta í framtíðinni.
Með mínum bestu kveðjum
Mohammed Sissoko
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!