Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Líklega verður að teljast að Liverpool hafi fengið góðan drátt í F.A. bikarnum. Að minnsta kosti fékk Liverpool leik á Anfield Road gegn neðrideildarliði. Barnsley er reyndar í næst efstu deild og liðið hefur staðið sig vel í henni á þessari leiktíð og komist lengra en mörg undanfarin ár. Það verður þó ekki annað sagt en að Liverpool fái frábært tækifæri til að komast í átta liða úrslit. Heimaleikur gegn neðrideildarliði á að vinnast. Liverpool hefur hingað til lagt Luton Town og Havant & Waterlooville að velli. Barnsley er auðvitað sterkara en þessi lið en Liverpool á að vinna og verður að vinna. Svo einfalt er það nú!
Liverpool má einfaldlega ekki glata því tækifæri að komast áfram úr þessari umferð! Vissulega er liðið enn í toppbaráttu í deildinni en Englandsmeistaratitillinn er orðinn mjög fjarlægur svo ekki sé meira sagt. Baráttan í deildinni stendur um fjórða sætið og það er kannski mikilvægasta baráttan sem Liverpool mun standa í það sem eftir lifir leiktíðar. Gott gengi í F.A. bikarnum munn á hinn bóginn halda auknu lífi í leiktíðinni og ekki veitir af. Liverpool getur auðvitað unnið bikarinn og allir í herbúðum félagsins stefna á sigur í þessari mögnuðu keppni. Sigur í keppninni er auðvitað raunhæfasti möguleikinn á titli í vor. Það er þó aldrei að vita hvað Meistaradeildin gefur af sér þetta árið!
Liverpool v Barnsley
Það fara mjög mikilvægir dagar í hönd hjá Liverpool. Miðað við stöðu liðsins í Úrvalsdeildinni þá er mjög mikilvægt fyrir liðið að því gangi vel í bikarkeppnunum. Fjórum dögum eftir leikinn við Barnsley mætir liðið Inter Milan í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni.
Liverpool hefur ekki spilað frá liðið lék gegn Chelsea á sunnudaginn. Ef ég stjórnaði liðinu þá myndi ég stilla upp mínu sterkasta liði. Ég myndi svo skipta út tveimur eða þremur leikmönnum eftir 60 til 65 mínútur ef leikurinn væri þá svo gott sem unninn. Simon Davey hefur staðið sig vel við stjórn Barnsley. Liðið er nokkuð gott og leikmenn liðsins eru duglegir en bikarvegferð liðsins lýkur á laugardaginn.
Úrskurður: Liverpool v Barnsley. 3:0.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.
02. febrúar 1895, 1. umferð. Barnsley St Peters 1-1 Liverpool. Liverpool vann reyndar 2:1 eftir framlengingu en það þurfti samt aukaleik! Ástæðan var sú að úrslit eftir framlengingu voru ekki tekin gild nema liðsmenn beggja liða væru samþykkir því að spila framlenginguna. Leikmenn Barnsley vildu ekki spila hana þrátt fyrir að hún væri leikin. En vegna formlegra mótmæla leikmanna Barnsley varð að leika aukaleik þrátt fyrir sigur Liverpool!
11. febrúar 1895, aukaleikur. Liverpool 4-0 Barnsley St Peters. Líklega hafa leikmenn Liverpool bara verið reiðir yfir því að þurfa að spila aukaleik. Að minnsta kosti vann Liverpool stórsigur!
03. febrúar 1906, 2. umferð. Liverpool 1-0 Barnsley. Tveimur árum áður vann Barnsley F.A. bikarinn í eina skiptið í sögu sinni. Þessi leikur fór fram á Anfield Road en Liverpool drógst þó á útivöll. Samkomulag varð um að spilað yrði í Liverpool og það kom sér vel!
10. janúar 1914, 1. umferð. Liverpool 1-1 Barnsley. Þessi bikarvegferð leiddi til fyrsta úrslitaleiks Liverpool í F.A. bikarnum. Vegferðin hófst með jafntefli á heimavelli.
15. janúar 1914, aukaleikur. Barnsley 0-1 Liverpool. Bill Lacy skoraði markið sem kom Liverpool áfram. Hann skoraði líka í fyrri leiknum. Liverpool fór alla leið í úrslit en tapaði 1:0 fyrir Burnley.
10. mars 1985, 6. umferð. Barnsley 0-4 Liverpool. Liverpool átti erfiðan leik fyrir höndum á Oakwell. Hann var að minnsta kosti talinn erfiður fyrirfram. Það kom líka á daginn að Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem mörkin skiluðu sér. Ian Rush skoraði þrennu og Ronnie Whelan skoraði eitt.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu