Fullt af fólki mun horfa á leikinn í Barnsley!
Liverpool mun leika við Barnsley á Anfield Road í dag. Barnsley seldi alla miða sína á leikinn á skammri stundu og það verða um 6.000 stuðningsmenn Barnsley á Anfield Road en samt mun fjöldi áhorfenda horfa á leikinn í Barnsley! Ástæðan er sú að hver ársmiðahafi Barnsley fékk að kaupa tvo miða í forsölunni. Þetta varð til þess að fjöldi dyggra stuðningsmanna Barnsley fékk ekki miða á leikinn. Þessir stuðningsmenn brugðust æfir við og ásökuðu félagið fyrir að standa illa að miðasölunni. Félagið brást við með því að setja upp risasjónvarpsskjá á heimavelli sínum fyrir þá stuðningsmenn sem ekki fengu miða á Anfield Road. Forráðamenn Barnsley búast við að um þrjú til fjögur þúsund áhorfendur muni koma á Oakwell í dag.
Þess má geta að Simon Davey, framkvæmdastjóri Barnsley, var mikill stuðningsmaður Liverpool á sínum yngri árum. Hann hlakkar mikið til leiksins á morgun.
"Ég var mikill stuðningsmaður Liverpool þegar ég var strákur. Þetta var liðið mitt og mig dreymdi um að leika með því. Mér datt aldrei að ég myndi tengjast Liverpool á einhvern átt og það verður því alveg magnað að ganga út um göngin með liðinu mínu til að mæta þeim í F.A. bikarnum.
Liverpool er risafélag sem hefur fullt af frægum leikmönnum og leikvangur þess er frábær. Þess vegna verða strákarnir mínir að fara til leiks með það í huga að njóta hans. Það verður það síðasta sem ég mun segja þeim fyrir leikinn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá og þeir verða að njóta þess. Ég mun leiða liðið mitt stoltur til leiks en við ætlum að reyna að fara þangað til að reyna að vinna leikinn."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!