Rafa varar við vanmati
Allir búast við öruggum sigri Liverpool gegn Barnsley í dag þegar liðin mætast í 5. umferð F.A. bikarsins. Rafael Benítez varar þó við öllu vanmati. Honum er í fersku minni að liðið hans mátti passa sig gegn Luton Town og Havant & Waterlooville fyrr í keppninni.
"Allir tala um leikinn við Inter en við spilum fyrst við Barnsley í F.A. bikarnum og í þeirri keppni felst möguleiki á að vinna titil. Við gerum okkur grein fyrir því að við höfum ekki verið að standa okkur nógu vel í deildinni og við verðum á bæta okkur á þeim vígstöðvum. F.A. bikarinn og Meistaradeildin eru annars konar keppnir og við getum unnið alla. Þetta verður erfiður leikur og það segi ég af fyrri reynslu okkar í bikarnum. Allir segja að við eigum að leggja Barnsley að velli en við verðum að fara varlega og fara rétt að. Þetta verður auðvitað bikarúrslitaleikurinn þeirra og við verðum að sýna þeim mikla virðingu. Ef við náum forystu í leiknum verður allt í lagi."
Liverpool hefur flesta sína sterkustu menn tiltæka. Martin Skrtel er þó undantekning en hann meiddist nú í vikunni. Ekki þarf að taka fram með fjarveru þeirra Daniel Agger og Andriy Voronin en þeir hafa verið lengi frá. Sami Hyypia, Fabio Aurelio og Alvaro Arbeloa eru aftur leikfærir. Fernando Torres er búinn að ná sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir með landsliðinu en ólíklegt er að hann spili. Líklegra er að hann verði sparaður fyrir leikinn gegn Inter Milan.
Barnsley mun tefla fram nýjum markmanni á Anfield Road í dag. Aðalmarkvörður þeirra er meiddur og þess vegna var Tony Warner fenginn sem lánsmaður frá Fulham. Tony ólst upp hjá Liverpool og var varamarkvörður í nokkrar leiktíðir. Í allt var hann 120 sinnum á varamannabekknum og hefur enginn leikmaður Liverpool vermt bekkinn oftar. Hann má þó ekki leika í dag þar sem hann er búinn að leika í F.A. bikarnum á þessari leiktíð. Barnsley fékk þá annan markmann að láni. Luke Steele kom frá W.B.A. og leikur sinn fyrsta leik með Barnsley í dag. Sannarlega erfið frumraun og líklega fær hann nóg að gera. Við vonum það að minnsta kosti!
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!