Verðum að spila betur gegn Inter
Jamie Carragher segir það alveg ljóst að Liverpool-liðið verði að spila mun betur ætli þeir sér að komast lengra í meistaradeildinni.
Staða liðanna heima fyrir er sannarlega ólík. Inter er með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar á Ítalíu og hafa ekki enn tapað leik. Þeir mæta því fullir sjálfstrausts á Anfield á þriðjudag meðan Liverpool er í sárum eftir hræðilegt tap gegn Barnsley í bikarkeppninni.
Carragher bendir hins vegar á að nú þegar Liverpool er ekki lengur í bikarnum og úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn skiptir meistaradeildin enn meira máli. "Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að við erum ekki nógu góðir til að vinna deildina. Það er engin önnur skýring á því bili sem er á milli okkar og efsta liðsins.
Leikirnir tveir gegn Inter verði stórleikir. Ég hef fylgst með Inter þegar ég hef getað síðan það var ljóst að við myndum spila gegn þeim. Og þeir eru með frábært lið. Við höfum leikið gegn AC tvisvar á síðustu þremur árum og þeir eru með marga frábæra sóknarmenn á meðan helsti styrjur Inter er að þeir fá ekki mörg mörk á sig. En Inter er vissulega líka með frábæra menn á miðjunni og í framlínunni. Menn eins og Figo, Jiminez, Cruz og Ibrahimovic munu alltaf valda manni vandræðum.
Við verðum að spila mun betur en við höfum gert, og gera okkar allra besta til að komast áfram. Þetta er það sem mér finnst frábært, að spila gegn bestu leikmönnunum í boltanum, og við hlökkum til þess.
Þetta verður mikil prófraun fyrir okkur og við verðum að bæta leik okkar verulega til að komast áfram. Það skiptir öllu máli að byrja vel í heimaleiknum."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni