Það verður erfitt að sigra Liverpool
Roberto Mancini, stjóri Inter Milan, segir að núverandi vandræði Liverpool hafi ekki áhrif á undirbúning sinn fyrir leikinn á Anfield á morgun. Hann býst við erfiðum leik. Staða liðanna er gjörólík en Inter tróna á toppi ítölsku deildarinnar og hafa ekki tapað deildarleik á tímabilinu.
Mancini veit af vandræðum Liverpool í deildinni en hann segir að liðið sé engu að síður að liðið sé gríðarlega sterkur andstæðingur.
,,Liverpool eru kannski ekki á toppnum í deildinni en þeir geta nýtt það til að gera vel í Evrópukeppninni. Þetta þýðir að liðið einbeitir sér betur að Meistaradeildinni núna, sem getur gert Inter erfitt fyrir þegar við spilum við þá."
,,Staða Liverpool núna er svolítið villandi. Það verður erfitt að sigra þá. Við vitum að þeir eru frábært lið með gæða leikmenn og frábæran stjóra í Rafael Benítez. Ég býst við því að báðir leikirnir verði mjög erfiðir. Er það okkur í hag að spila fyrri leikinn á Anfield ? Ég er ekki svo viss um það. Við erum að tala um mjög sterk lið hér og ég held að uppröðun leikjanna skipti ekki það miklu máli."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni