Kom til Liverpool til að spila svona leiki
Fernando Torres segir að ein aðalástæðan fyrir því að hann gekk til liðs við Liverpool vera þátttaka í stórleikjum eins og er fyrir höndum gegn Inter Milan í kvöld.
Torres kemur að öllum líkindum inn í byrjunarliðið í kvöld eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins. Hann hefur trú á því að liðið nái að knýja fram kærkominn sigur gegn Inter Milan.
,,Þetta er stór leikur fyrir stuðningsmennina og okkur," sagði Torres. ,,Ég kom hingað til að spila í svona leikjum, í Meistaradeildinni og öðrum keppnum. Inter Milan eru mjög gott lið en ég held að við getum sigrað þá. Hvers vegna ekki ?"
Liverpool hefur gengið mjög vel í Evrópukeppni undanfarin ár og hefur liðið þurft að leggja ýmis stórlið að velli eins og menn muna árið 2005, þegar sigur vannst í keppninni og svo í fyrra, þegar liðið komst alla leið í úrslit. Torres telur að gott gengi liðsins í Evrópu megi skrifa að mestu leyti á taktíska snilli Rafael Benítez og segir Torres að Benítez hafi verið önnur góð ástæða þess að hann ákvað að flytjast til Englands.
,,Það að komast í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni á þremur árum er stórkostlegur árangur. Það þarf eitthvað sérstakt til að ná þessu og það gerist ekki nema að stjórinn sé mjög góður. Það er önnur ástæða þess að ég ákvað að koma til Liverpool, að vinna með þessum stjóra, og ég hef lært mikið af honum síðan ég kom hingað."
Torres hefur trú á því að Liverpool geti sigrað Inter í kövld - ef leikmennirnir spila saman sem ein heild.
,,Við eigum tækifæri á því að ná mikilvægum sigri. Stuðningsmennirnir, leikmennirnir og starfsfólkið í kringum Liverpool er líkt og ein stór fjölskylda. Það er öðruvísi andrúmsloft hér en hjá flestum öðrum félögum og við þurfum að spila sem lið í kvöld."
Torres kemur aftur inní liðið ásamt Javier Mascherano, Steven Gerrard og Pepe Reina en þessir leikmenn voru ekki í byrjunarliðinu gegn Barnsley á laugardaginn var. Alvaro Arbeloa, Fabio Aurelio og Jermaine Pennant eru einnig klárir en leikurinn gæti komið of snemma fyrir Martin Skrtel sem er ennþá að jafna sig af kálfameiðslum sem hann hlaut á æfingu í síðustu viku.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni