Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Ef miðað er við orð Steven Gerrard og Rafael Benítez má búast við að Liverpool mæti til leiks af miklum krafti á sunnudaginn. Fyrst kom Steven fram og lýsti gremju sinni yfir því að Liverpool væri svona langt á eftir efstu liðunum í deildinni. Hann dró hvergi af sér og það fór ekkert á milli mála að það var þungt í fyrirliðanum. Rafael Benítez fylgdi í kjölfarið og tók undir orð Steven. Reyndar var Jamie Carragher búinn að tapa á þessu málefni fyrstu manna nokkru á undan Steven.
Miðað við þá gremju sem sýður í leikmönnum Liverpool yfir stöðu liðsins í deildinni mætti því reikna með að þeir ráðist grimmir til atlögu við Bolton á morgun. Ekki veitir því baráttan um fjórða sætið er komin á fullt og þar má ekkert út af bera ef ekki á illa að fara. Nú er bara að vona að atlagan á sunnudaginn verði hörð og árangursrík! Ekkert annað dugar. Ætli Javier Mascherano verði ekki enn betri nú þegar hann er loksins orðinn leikmaður Liverpool!
Liverpool gegn Bolton á síðustu sparktíð: Kolólöglegt mark kom Bolton á bragðið og leikmenn Liverpool máttu þola sárt tap. Dæmd var hendi á Jose Reina innan vítateigs og upp úr því skoraði Bolton. Segir allt sem segja þarf um lánleysi Liverpool þann daginn!
Spá Mark Lawrenson
Bolton Wanderes v Liverpool
Liverpool þarf að halda áfram að vinna. Það var athyglisvert að lesa orð Steven Gerrard þegar hann lýsti gremju sinni yfir núverandi stöðu Liverpool og allri óvissunni sem er í kringum félagið. Ég held að hann vilji að allri óvissu verði eytt svo hægt sé að fara að einbeita sér að knattspyrnunni.
Hvað Bolton varðar þá held ég helst áhyggjur af því að hverjir eigi að skora mörkin. Markaskorun hefur verið vandamál frá því Nicolas Anelka fór. Þetta vandamál hefur verið áberandi þegar Bolton hefur verið að spila á heimavelli og mótherjarnir hafa varist aftarlega á vellinum. Gary Megson hefur skilað góðu starfi frá því tók við en ég vildi gjarnan vita af vherju hann keypti ekki sóknarmann í janúar þegar Nicolas var seldur.
Úrskurður: Bolton Wanderes v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur