Ryan Babel lofar fleiri glæsilegum frammistöðum
Ryan Babel sem að var valinn maður leiksins í leiknum gegn Bolton ætlar að lofa stuðningsmönnum Liverpool fleiri slíkum frammistöðum frá sér. Ryan Babel lék í fyrsta skipti heilan leik síðan hann gekk til liðs við Liverpool í sumar á sunnudaginn þegar að Liverpool sótti Bolton heim. Hann þótti leika frábærlega í leiknum og skoraði frábært mark.
Ryan Babel sem að er mjög sáttur við frammistöðu sína í leiknum ítrekaði þó að bæði hann og liðið sjálft eigi mikið inni og lofar hann betri frammistöðu í komandi leikjum: "Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjum mínum fyrir Liverpool og ég fann fyrir meira sjálfsöryggi þegar leið á leikinn. Ég tel enn að ég þurfi að bæta ýmsa hluti vegna þess að ég er enn bara að venjast fótboltanum í þessu landi. Hér er leikurinn mun líkamlega erfiðari heldur en það er í Hollandi en ég tel mig vera muna sterkari núna en í byrjun þessa tímabils.
Ég er ekki enn kominn þangað sem ég vil vera en ég get vonandi spilað upp á mitt besta fljótlega og get spilað fallegan fótbolta fyrir Liverpool. En það sem skiptir mestu máli er frammistaða liðsins. Við æfðum mjög stíft í síðustu viku fyrir Bolton leikinn og við tókum sjálfstraustið með okkur inn á völlinn." sagði Babel.
Hann tjáði sig einnig um af hverju hann fagnaði sínu áttunda marki á tímabilinu með þvílíkum fimleikatilþrifum: "Ég er mjög ánægður með markið vegna þess að það var mikilvægt að við skoruðum annað mark til að gera út um leikinn og ég er mjög sáttur með að hafa gert það. Við héldum áfram að pressa að marki þeirra og ég fann alltaf að þetta myndi koma, þrátt fyrir að Jaaskelainen varði oft frábærlega í markinu. Svo þegar ég skoraði markið mitt þá var ég mjög ánægður og þess vegna fagnaði ég eins og ég gerði."
Þess má til gamans geta Íslendingur, Grétar Rafn Steinsson var stillt upp á móti Babel á vængnum og átti í miklum erfiðleikum með hann og var tekinn út af á 42. mínútu fyrri hálfleiks. Babel skoraði einnig mark í báðum leikjum liðsins gegn Bolton á tímabilinu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!