Einfalt mál!
Ýmsir hafa velt því fyrir sér af hverju Liverpool spilar ekki seinni leik sinn við Inter Milan núna í vikunni. Á þessu er eðlileg skýring. Hún er sú að AC Milan og Inter Milan spila bæði heimaleiki sína á San Siro leikvanginum í Mílanó. Nútíma kröfur um öryggismál gera liðunum ekki kleyft að spila tvo leiki á leikvanginum á tveimur eða þremur dögum. Ekki var hægt að víxla leikjunum því bæði Mílanó liðin unnu sína riðla og fengu þar með rétt á að leika seinni leik sinn í sextán liða úrslitunum á heimavelli. Annað liðið varð því að bíða með sinn leik.
Evrópu- og Heimsmeistarar AC Milan leika í kvöld seinni leik sinn við Arsenal á San Siro en Liverpool mætir Ítalíumeisturum Inter Milan eftir rétta viku. Ég veit á hinn bóginn ekki hvað réði því að AC Milan leikur í þessari viku en Inter ekki fyrr en í þeirri næstu. Þetta kemur Liverpool þó til góða á þann veg að liðið getur nú loksins leikið heimaleik sinn við West Ham United sem var frestað í ágúst vegna þátttöku Liverpool í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram annað kvöld á Anfield Road.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!