Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Enn ríkir óvissa um eignarhald Liverpool Footbal Club og hefur mikið verið rætt um þau mál í vikunni. Liðsmenn Liverpool hafa á hinn bóginn séð um bestu fyrirsagnirnar og er það vel! Liðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og með sigrinum á West Ham United á miðvikudagskvöldið náðist fjórða sætið í deildinni. Reyndar hefur Everton jafn mörg stig en markahlutfall Lierpool er betra. Það má þó ljóst vera að Liverpool á mikið verk enn óunnið í baráttunni um fjórða sætið. Þar mun Everton ekki gefa neitt eftir og önnur lið eru skammt undan.
Sölumálin hafa verið mikið í fréttum þessa vikuna. Það er svo sem ekki gott að segja hver staðan í þeim er en það virðist þó ljóst að George Gillett ætlar að selja sinn hlut í félaginu. Spurningin er hverjum hann ætlar að selja og hvernig eignarhlutur tilvonandi eigenda verður eftir þau kaup og sölur sem væntanlega eiga sér stað. Aðalatriðið er þó að botn fáist í málið því allt þetta umrót er búið að kosta sitt. Fyrir mestu er þó að liðið er að spila vel og vonandi verður framhald á því!
Liverpool gegn Newcastle United á síðustu sparktíð: Dirk Kuyt opnaði markareikning sinn með Liverpool og kom Liverpool í góða stöðu. Markið sem innsiglaði sigurinn var einstakt í sinni röð í sögu Anfield Road og því gleymir enginn sem sá!
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Newcastle United
Ég held að Newcastle hafi alveg spilað nógu vel gegn Blackburn í síðustu viku til að hafa getað náð öllum þremur stigunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Skjórarnir hafa spilað eitthvað í líkingu við það sem búast mætti við liði sem Kevin Keegan stjórnar og það ætti að geta verið gott upp á framtíðina fyrir Newcastle.
Á hinn bóginn þá tel ég að lukkan sé núna með Liverpool. Þetta sást þegar Fernando Torres skoraði þrennu gegn Middlesbrough fyrir tveimur vikum því hann fékk tvö mörkin á silfurfati eftir mistök Boro. Liverpool vann svo sigur á útivelli gegn Bolton um síðustu helgi. Í þeim leik fékk liðið líka mark gefins á góðum tíma. Rafael Benítez hefur ekki gert miklar breytingar á liði sínu frá því það lagði Inter Milan að velli og það þarf því ekki að koma á óvart að liðið sé nú á sigurbraut.
Úrskurður: Liverpool v Newcastle United 3:1.
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu