Rafael hrósar "Stráknum"!
Fernando Torres skoraði þriðju þrennu sína á þessari leiktíð í gærkvöldi. Hann hefur nú skorað 24 mörk á leiktíðinni. Það er því ekki að undra að Rafael Benítez sé ánægður með strákinn sinn. Reyndar var alls óvíst að Fernando gæti spilað leikinn gegn West Ham United í gærkvöldi. Fernando hafði verið slæmur í maga dagana fyrir leikinn og Rafael var að hugsa um að hvíla hann.
"Fernando sagði mér að hann vildi spila. Við héldum kannski að hann gæti ekki spilað en hann fullvissaði mig um að það væri allt í lagi með hann. Hann sannaði svo orð sín úti á vellinum. Það er frábært afrek að skora þrennu í tveimur heimaleikjum í röð og það eru allir hjá félaginu mjög stoltir af þessu afreki hans. Fernando er alveg sjóðheitur um þessar mundir.
Rétt áður en hann skoraði þriðja markið sitt var ég búinn að segja Peter Crouch að gera sig tilbúinn í að fara inn á. Kannski sá Fernando Peter og lagði aðeins harðar að sér. Ef hann heldur áfram að skora mörk þá er ég viss um að hann verður öllum varnarmönnum ógnvaldur. En hann opnar líka öðrum í liðinu möguleika því ekki er ólíklegt að varnarmenn hugsi mest um hann og það gefur Ryan Babel, Steven Gerrard, Dirk Kuyt og öðrum mörguleika á að láta að sér kveða."
-
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir