Vörum okkur á Michael!
Sami Hyypia hefur beðið félaga sína að hafa góðar gætur á Michael Owen þegar hann kemur í heimsókn til Liverpool í dag. Hann telur að þótt Michael hafi ekki gengið vel frekar en félögum sínum upp á síðkastið þá verði að gefa honum góðar gætur.
"Við verðum auðvitað að fylgjast með Michael en þeir hafa líka marga aðra leikmenn í sínum röðum sem geta skorað mörk og valdið okkur vandræðum. Það er því ekki bara Michael sem við þurfum að hafa gætur á. En ef liðið spilar enn jafn vel og það gerði gegn West Ham þá held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinum sóknarmönnum sem spila gegn okkur. Michael er samt mikill markaskorari og við verðum að fara varlega þegar hann er á sveimi. Það var alveg sama hvort hann var á æfingum eða í leikjum. Hann var alltaf eldfljótur, snöggur og mjög góður markaskorari. Ég veit svo sem ekki hvort það kemur okkur til góða að þekkja hann vel því hann þekkir okkur líka vel. Við sjáum hvað setur. "
Sami hefur enn miklar mætur að fyrrum félaga sínum sem hann spilaði fjölmarga leik með.
"Michael þjónaði Liverpool mjög vel og skoraði mörg mörk fyrir okkur þegar hann var hérna. Líklega var hápunktur hans hérna þegar hann skoraði tvö mörk gegn Arsenal í úrslitaleik F.A. bikarsins 2001. Hans verður lengi minnst hér fyrir það afrek því mörkin hans tvö tryggðu okkur bikarinn. Hann skoraði líka mörk í mörgum öðrum mikilvægum leikjum og hann átti þátt í að skapa eftirminnilegar stundir hjá þessu félagi."
Michael Owen skoraði 158 mörk fyrir Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle United á þessari leiktíð en í heildina hefur hann skorað 13 mörk fyrir félagið. Kevin Keegan gerði Michael að fyrirliða þegar hann tók við Newcastle United á dögunum.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!