Rafa hefur áhuga á nýfæddu sveinbarni!
Það gerist æ oftar að stórlið reyni að véla unga og efnilega stráka til sín. Rafael Benítez hefur þó líklega slegið allt út þegar hann lýsti áhuga sínum á nýfæddu sveinbarni. Hér var um að ræða nýfæddan son Xabi Alonso. Rafael var reyndar að grínast en hinn nýfæddi piltur er fæddur inn í mikla knattspyrnufjölskyldu. Rafael sagði þetta á blaðamannafundi fyrir helgina þegar hinn nýbakaði faðir Xabi Alonso barst í tal.
"Ég vildi gjarnan undirbúa samning handa syni hans. Það gæti verið vissara að gera samning við hann því afi hans var góður leikmaður og það sama má segja um pabba hans. Sonur hans Xabi verður því kannski líka góður. Það er mikilvægt að gera samninga snemma við leikmenn!"
Xabi og kona hans eignuðust sitt fyrsta barn nú í vikunni eins og mikið var fjallað um í fjölmiðlum. Fæðingin komst í fréttir þegar Xabi ákvað að vera heima í Liverpool og bíða fæðingarinnar í stað þess að fara með liði Liverpool til Mílanó. Ýmsir fjölmiðlar gerðu því skóna að Rafael Benítez hefði reiðst við Xabi og miðjumaðurinn væri kominn í ónáð. Rafael blés á allt slíkt á blaðamannafundinum.
"Það eru ekki nein vandamál milli okkar. Við ræddum málin og ég var undrandi á umfjöllun fjölmiðla um þetta. Í þeim er stundum snúið út úr því verið er að meina."
Xabi Alonso er að minnsta kosti ekki í meiri ónáð en það að hann var í byrjunarliði Liverpool gegn Reading á laugardaginn. Hann stóð sig vel í leiknum og var þrívegis nærri því að skora mark. Xabi var líka mjög ánægður eftir leikinn.
"Þetta er auðvitað búin að vera frábær vika fyrir félagið og mig líka. Þetta eru spennandi tímar og ég er mjög hamingjusamur með allt núna."
En í alvöru talað þá eru góðar líkur á að hinn nýfæddi sonur Xabi Alonso geti orðið góður knattspyrnumaður. Afi hans, Miguel Angel 'Periko' Alonso, var mjög frambærilegur leikmaður og lék með Barcelona og Real Sociedad. Báðir synir hans, Mikel og Xabi, æfðu knattspyrnu með Real Sociedad frá unga aldri og komust í aðallið félagsins. Xabi gekk svo til liðs við Liverpool og Mikel er núna lánsmaður hjá Bolton Wanderes. Það er því kannski ekki að undra að Rafael Benítez hafi álit á þeim nýfædda!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur