Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Eftir sjö sigurleiki er röðin er varla hægt að fá erfiðari leik til að halda sigurgöngunni áfram. Verkefni páskadags felst í að heimsækja efsta lið deildarinnar. Það er alltaf erfitt að vinna sigur á Old Trafford en leikmenn og stuðningsmenn Liverpool munu vonast til að þessir páskargefi þeim gleði. Til að svo geti orðið verður markmaður Liverpool að vera vel vakandi, vörnin þarf að vera þétt, miðjan sterk og sóknarmenn liðsins hittnir. Sem sagt það þarf mjög góðan leik og svo hæfilegan skammt af heppni. Ekkert vinnst án heppni eins og leikmenn Liverpool hafa reynt í síðustu viðureignum sínum við Manchester United. Nú vonumst við eftir að það sem til þarf verði til staðar fyrir Liverpool á páskum. Páskar eru jafnan nefndir sigurhátíð og það væri sannarlega gleðilegt ef stuðningsmenn Liverpool á Old Trafford og um ölll lönd heimsins gætu slegið upp einni slíkri á þessum páskum.
Venjulega er páskahrota hjá enskum knattspryrnumönnum og bæði leikið á laugardeginum fyrir páska og öðrum degi páska. Svo er ekki nú. Ástæðan er sú að vikan nú eftir páska er tekin frá fyrir æfingalandsleiki. Það verður því ekki nein eiginleg páskahrota á þessum góupáskum. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er páskadagur í ár svo snemma á ferðinni að hann getur aðeins mögulega verið einum degi fyrr. Það munu vera á annað hundrað ár þangað til páskar verða eins snemma á ferðinni og í ár! Gleðilega páska!
Liverpool gegn Manchester United á síðustu sparktíð: Liverpool náði sér aldrei á strik á Old Trafford og niðurstaðan varð eftir því. Heimamenn þurftu átakanlega lítið að hafa fyrir sigrinum.
Spá Mark Lawrenson
Manchester United v Liverpool
Þetta er líklegt jafntefli því að á útivelli velur herra Benítez uppstillingu sem kemur í veg fyrir að andstæðingurinn njóti sín. Hann reiðir sig á Fernando Torres að skora eitt mark því Liverpool fær ekki mörg marktækifæri í þessum leik. Ég hlusta ekki á það bull að Cristiano Ronaldo standi sig ekki gegn toppliðunum. Hann hefur ekki lagt það í vana sinn en það kemur að því. Hann er of góður til þess að gera það ekki. Kannski fer hann á kostum gegn Liverpool á sunnudaginn.
Úrskurður: Manchester United - Liverpool 1:1
Spá liverpool.is: Manchester United - Liverpool 0:1
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu