| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Arbeloa segir að Man Utd ætti að hræðast Liverpool
Hinn síbætandi bakvörður Alvaro Arbeloa hrósar samherjum sínum, Fernando Torres og Steven Gerrard sem að hafa farið mikinn á tímabilinu í vetur og hafa myndað gífurlega sterkt sóknarpar. Fernando Torres sem er markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu hefur skorað 20 deildarmörk á tímabilinu en aðeins tvö af þeim hafa verið á útivelli. Arbeloa hvetur þó landa sinn til þess að halda áfram að bæta við mörkum á útivöllum til að bæta mörkum í safnið sitt, og yrði útileikur á Old Trafford góð leið til þess að byrja.
"Ég vona að honum takist það. Hann skoraði gegn Inter á útivelli svo af hverju ætti hann ekki að geta skorað á Old Trafford? Hann er frábær leikmaður og hann getur þetta.
Fernando og Steven eru að spila mjög vel, skora mörk og mynda sterkt sóknarpar. Ég tel að varnarmenn Manchester United muni verða mjög áhyggjufullir." sagði Arbeloa.
Á meðan að Alex Ferguson og leikmenn hans þurfa að hafa áhyggjur af því að stöðva tvíeykið hættulega sem að hafa skorað saman 46 mörk á tímabilinu, þá þurfa Arbeloa og liðsfélagar hans að mæta markahæsta leikmanni deildarinnar, Cristiano Ronaldo. Hvað segir Arbeloa, sem að hélt Lionel Messi í skefjum í 180 mínútur á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu, um það hvernig stöðva skuli leikmann eins og Ronaldo.
"Það er ekkert leyndarmál hvernig maður stöðvar Crisitano. Hann er að leika mjög vel og skora mörk, svo það er mjög erfitt. Þetta er eitthvað sem að þú gerir fyrir liðið. Liðið verður að verjast vel allir saman til að stöðva leikmenn eins og hann. Maður verður stundum smá áhyggjufullur þegar maður mætir Ronaldo, Tevez og Rooney því þeir eru allir frábærir leikmenn, en það er nú hlutverk mitt í liðinu. Við erum með stóra varnarmenn hér eins og Carra, Sami og Fabio, þeir eru allir frábærir varnarmenn svo að það gerir mér kleyft að sofa rótt."
"Ég vona að honum takist það. Hann skoraði gegn Inter á útivelli svo af hverju ætti hann ekki að geta skorað á Old Trafford? Hann er frábær leikmaður og hann getur þetta.
Fernando og Steven eru að spila mjög vel, skora mörk og mynda sterkt sóknarpar. Ég tel að varnarmenn Manchester United muni verða mjög áhyggjufullir." sagði Arbeloa.
Á meðan að Alex Ferguson og leikmenn hans þurfa að hafa áhyggjur af því að stöðva tvíeykið hættulega sem að hafa skorað saman 46 mörk á tímabilinu, þá þurfa Arbeloa og liðsfélagar hans að mæta markahæsta leikmanni deildarinnar, Cristiano Ronaldo. Hvað segir Arbeloa, sem að hélt Lionel Messi í skefjum í 180 mínútur á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu, um það hvernig stöðva skuli leikmann eins og Ronaldo.
"Það er ekkert leyndarmál hvernig maður stöðvar Crisitano. Hann er að leika mjög vel og skora mörk, svo það er mjög erfitt. Þetta er eitthvað sem að þú gerir fyrir liðið. Liðið verður að verjast vel allir saman til að stöðva leikmenn eins og hann. Maður verður stundum smá áhyggjufullur þegar maður mætir Ronaldo, Tevez og Rooney því þeir eru allir frábærir leikmenn, en það er nú hlutverk mitt í liðinu. Við erum með stóra varnarmenn hér eins og Carra, Sami og Fabio, þeir eru allir frábærir varnarmenn svo að það gerir mér kleyft að sofa rótt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan