Upplagt tækifæri
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, telur grannaleikinn á morgun upplagt tækifæri fyrir sína menn til að rétta úr kútnum eftir tapið fyrir Manchester United um páskana.
"Leikmennirnir lögðu hart að sér en við gerðum nokkur mistök. Það hefur á hinn bóginn ekkert upp á sig að velta þessu fyrir sér þegar það er derby leikur framundan. Mestu skiptir að gleyma þeim leik.
Grannaslagur færir okkur upplagt tækifæri til að bæta úr. Við vitum að við verðum að koma mjög einbeittir til leiks því hann verður mjög erfiður. Ég held að sumir leikmennirnir viti að þeir léku ekki eins vel í leiknum um daginn eins og þeir voru búnir að gera. Leikmennirnir geta bætt úr gegn Everton og ég er viss um að þeir eiga eftir að gera það. Við vitum að sigur mun færa okkur fimm stigum á undan þeim og það væri góð staða þegar hér er komið við sögu á leiktíðinni."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni