Magnað!
Fernando Torres er vanur borgarrimmum frá Madríd en honum fannst grannaslagurinn við Everton alveg magnaður. Fernando lék ekki í fyrri leiknum við Everton í haust og því var þetta fyrsta reynsla hans af borgarslag í Liverpool. Hann gerði það ekki endasleppt því hann kom sér í flokk þeirra leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta Merseybakkaslag. Ekki spillti fyrir að markið færði Liverpool sigur!
"Þessi grannaslagur var alveg magnaður. Maður finnur það alveg að þessi leikur er merkilegur atburður. Það var alveg magnað að skora sigurmarkið í leiknum. Sigurinn var þó fyrir mestu og við erum núna lengra á undan Everton en áður. Við getum því einbeitt okkur núna að Meistaradeildinni."
Tapið fyrir Manchester United um páskana sveið sárt en stuðningsmenn Liverpool tóku gleði sína í dag. Fernando fannst sigurinn bæta fyrir tapið fyrir United. "Þegar maður tapar illa er gott að geta snúið blaðinu við með góðum sigri í mikilvægum leik. Við erum núna búnir að öðlast sjálfstraustið okkar aftur."
Markið sem Fernando Torres skoraði í dag var 28. mark hans á leiktíðinni og það 21. í deildinni. Rafael Benítez var líka ánægður með landa sinn.
"Við vissum alveg að við værum að kaupa frábæran leikmann sem gæti skorað mörk en ég held að hann hafi samt komið mörgum á óvart. Það er frábært afrek að vera farinn að nálgast 30 mörk á sinni fyrstu leiktíð og þá sérstaklega þegar haft er í huga að hann er útlendingur sem er enn að venjast því að búa í nýju landi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!