Við erum fullir sjálfstrausts!
Eins og kunnugt er mun Liverpool etja kappi við Arsenal þrjá leiki í röð og eru tveir þeirra á heimavelli Arsenal, tveir leikirnir eru í Meistaradeild Evrópu en hinn í Úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili mættust liðin einnig fjórum sinnum og höfðu Arsenal sigur í þremur þeirra svo núna er kominn tími til að Liverpool svari fyrir sig, en fyrri viðureign liðanna á tímabilinu endaði með jafntefli.
"Eftir tapið gegn Manchester United þá táknar það að hafa unnið okkar helstu fjendur að við munum fara í leikina gegn Arsenal með meira sjálfstraust.
Það var margt jákvætt í síðasta leik, Jose Reina hélt hreinu í 54. skiptið og Fernando Torres skoraði sitt 28. mark á tímabilinu. Máttarstólpar okkar verða lykillinn að velgengni okkar á næstu vikum. Steven Gerrard er mikilvægur í hlutverkinu sem að hann spilar. Þeir Ryan Babel og Dirk Kuyt gefa okkur líka meiri stöðugleika á vellinum.
Fyrri hlutinn á tímabilinu var ekki auðveldur en nú erum við að gera hlutina sem við höfum verið að æfa. Koma Martin Skrtel til félagsins hefur gefið okkur meiri möguleika í miðverðinum."
Fyrsti leikur liðanna er á miðvikudaginn kl. 18.50 og verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!