Torres hættulegur
Arsene Wenger segir að ein aðal ástæðan fyrir því að Arsenal gæti ekki komist ekki áfram í Meistaradeild Evrópu sé Fernando Torres. Arsenal og Liverpool leiða saman hesta sína í þremur leikjum á sex dögum.
Fyrstu tveir leikirnir eru á Emirates leikvanginum í Lundúnum og má búast við því að bæði lið séu með sjálfstraustið í lagi eftir góða sigra um helgina. Arsenal unnu Bolton á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og misst mann af velli með rautt spjald og allir vita svo hvernig grannaslagur Liverpool og Everton lyktaði á sunnudaginn.
Wenger segir að hann óttist mest Fernando Torres fyrir komandi leiki.
,,Ég met Torres mikils," sagði Wenger. ,,Mér finnst hann hafa byrjað vel eftir tímabil þar sem hann var inn og út úr liðinu vegna meiðsla. Síðan hann hefur verið að spila reglulega þá hefur hann verið gríðarlega hættulegur."
,,Við höfum vitað af honum í langan tíma, en við reyndum aldrei að kaupa hann. Við höfðum áhuga þegar hann var að byrja hjá Atletico Madrid en við gerðum aldrei tilboð."
Wenger segir að áhrif ensku úrvalsdeildarinnar muni örugglega gæta í þessari Evrópurimmu liðanna og líklegt er að þetta verði bæði mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir leikmenn liðanna.
,,Þegar maður spilar við lið frá sama landi í Evrópukeppni þá er þetta prófraun á karakter leikmanna. Við vitum að við getum gert þetta, en hver vill þetta meira? Gegn enskum liðum verður keppnin alltaf öðruvísi. Þetta verður í raun einhverskonar formúla, andlegur styrkur beggja liða mun gera gæfumuninn í leikjunum. Liðin þekkja hvort annað vel þannig að það verða tvö atriði sem gera gæfumuninn - magn tiltæks andlegs styrks liðanna og hversu vel þeir leikmenn sem geta tekið góðar ákvarðanir standa sig."
,,Við spilum þrisvar á sex dögum og þetta snýst því um það hver sé tilbúinn í slaginn aftur. Þið vitið að í svona leik - þar sem maður getur dottið út - mun mark fengið á sig á heimavelli veita banahöggið. Í deildarleik hugsar maður að þó að maður fái á sig mark á heimavelli getur maður samt unnið leikinn. Við verðum því að vera skipulagðir, varkárir og verðum að passa okkur að verjast vel áður en við sækjum."
,,Gegn Liverpool verðum við einnig að vinna líkamlegar orrustur. Þeir geta lyft leik sínum og þetta er lið sem getur virkilega gert góða hluti á heimavelli til að ná þeim úrslitum sem þeir þurfa."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni