Arsenal munu óttast Torres
Rafael Benítez segir að Arsenal muni hafa áhyggjur af því hvernig eigi að stöðva Fernando Torres. Strákurinn hefur hingað til skorað 28 mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Meistaradeildinni.
Benítez styður sinn mann í því að skjóta Arsenal út úr Meistaradeildinni og komast þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
,,Arsenal vita það að Torres er heitur, er að skora mörk og að hann muni valda þeim vandræðum," sagði Benítez á blaðamannafundi á Melwood.
,,Fernando veit það einnig að ef við spilum vel þá mun hann skora mörk, þannig að hann mun leggja hart að sér fyrir liðið. Þar sem þetta er Evrópukeppni þá vill hann spila vel og skora mörk. Hann hefur frábært hugarfar og hann er mjög kappsamur, en gegn toppliðunum þarf hann að vera einbeittur og hafa trú á sjálfum sér vegna þess að hann er að spila gegn bestu varnarmönnum og því er þetta erfiðara en ella."
Torres er ekki aðeins að nálgast ýmis markamet hjá Liverpool heldur er hann líka búinn að ná þeim metum sem hann setti hjá Atletico Madrid. Benítez segir að þetta sé aðallega vegna liðsuppstillingar Liverpool.
,,Á Spáni var Torres að spila einn frammi. Hann sótti boltann út á vængina og lagði hart að sér til að ná boltanum til að sækja á varnarmenn," sagði Benítez. ,,Hérna hefur hann Steven Gerrard, Ryan Babel og Dirk Kuyt fyrir aftan sig og hann getur því spilað hærra upp á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að hann hefur skorað fleiri mörk."
Benítez staðfesti það á blaðamannafundinum að Javier Mascherano verði í byrjunarliðinu gegn Arsenal annað kvöld.
Hann sagði: ,,Javier er til taks nú og hann mun byrja leikinn. Hann var að spila vel áður en hann fór í bann og það er enginn vafi á því að hann verður mikilvægur fyrir okkur gegn Arsenal."
Annaðhvort Alvaro Arbeloa eða Fabio Aurelio eru einnig líklegir til að koma inní byrjunarliðið að nýju eftir að hafa verið hvíldir í nágrannaslagnum.
Benítez sagði: ,,Við vildum vernda annan þeirra, en ég mun ekki segja opinberlega frá því hvor það var."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni