| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Torres: Ég er hér til að vinna bikara
Fernando Torres er bjartsýnn á að Liverpool nái að byggja ofan á sigurinn í nágrannaslagnum við Everton og vinna Arsenal á Emirates annað kvöld. Lokaundirbúningi liðsins er lokið fyrir leikinn gegn Arsene Wenger og strákunum hans sem verður fyrsti leikurinn af þrem á milli liðana á einni viku.
Á blaðamannafundi fyrir leikinn tjáði Torres [sem talaði bara ensku] sig um hversu heitt hann þráði að vinna meistaradeildina til að kóróna þetta frábæra fyrsta tímabil hans með Liverpool.
"Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur leikmennina og aðdáendurnar einnig" sagði hinn 28 marka framherji. "Þetta eru þrír leikir í röð gegn Arsenal en við verðum að hugsa um leikinn á morgun fyrst."
"Það mikilvægasta fyrir okkur er að vinna fyrsta leikinn og svo getum við hugsað um næstu 180 mínútur.
"Við berum virðingu fyrir Arsenal og ég er viss um að þeir beri virðingu fyrir okkur. Ég er ekki viss um að þeir hræðist okkur en þeir virða okkur. Við erum alltaf sterkir í Meistaradeildinni og vonandi getum við verið sterkir í þessum leik."
Torres verður pottþétt í byrjunarliðinu á Emirates vellinum og verður fremstur í víglínu Liverpool með Steven Gerrard fyrir aftan sig í nokkurs konar frjálsu hlutverki.
Saman hafa þeir kappar náð að skora 47 mörk, Torres þakkar fyrirliðanum fyrir að gera sitt fyrsta tímabil hjá Liverpool svona minnistætt.
"Það er auðvelt að spila með honum því hann er einn af bestu leikmönnum í heiminum," sagði Torres.
"Þú munt alltaf vilja spila með bestu leikmönnunum í stærstu keppnunum. Mér finnst ég hafa strax farið fram sem leikmanni hér hjá Liverpool og því er að þakka liðsfélögum mínum og þjálfaranum. Síðan á fyrsta degi hefur mér fundist þetta vera heimili mitt.
"Þetta er mitt besta tímabil hingað til á ferlinum í að skora mörk en þó vil ég ekki setja mér eitthvað takmark fyrir restina á tímabilinu heldur vil ég bara hjálpa liðinu í að vinna Meistaradeildina," sagði Torres á blaðamannafundinum.
Á blaðamannafundi fyrir leikinn tjáði Torres [sem talaði bara ensku] sig um hversu heitt hann þráði að vinna meistaradeildina til að kóróna þetta frábæra fyrsta tímabil hans með Liverpool.
"Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur leikmennina og aðdáendurnar einnig" sagði hinn 28 marka framherji. "Þetta eru þrír leikir í röð gegn Arsenal en við verðum að hugsa um leikinn á morgun fyrst."
"Það mikilvægasta fyrir okkur er að vinna fyrsta leikinn og svo getum við hugsað um næstu 180 mínútur.
"Við berum virðingu fyrir Arsenal og ég er viss um að þeir beri virðingu fyrir okkur. Ég er ekki viss um að þeir hræðist okkur en þeir virða okkur. Við erum alltaf sterkir í Meistaradeildinni og vonandi getum við verið sterkir í þessum leik."
Torres verður pottþétt í byrjunarliðinu á Emirates vellinum og verður fremstur í víglínu Liverpool með Steven Gerrard fyrir aftan sig í nokkurs konar frjálsu hlutverki.
Saman hafa þeir kappar náð að skora 47 mörk, Torres þakkar fyrirliðanum fyrir að gera sitt fyrsta tímabil hjá Liverpool svona minnistætt.
"Það er auðvelt að spila með honum því hann er einn af bestu leikmönnum í heiminum," sagði Torres.
"Þú munt alltaf vilja spila með bestu leikmönnunum í stærstu keppnunum. Mér finnst ég hafa strax farið fram sem leikmanni hér hjá Liverpool og því er að þakka liðsfélögum mínum og þjálfaranum. Síðan á fyrsta degi hefur mér fundist þetta vera heimili mitt.
"Þetta er mitt besta tímabil hingað til á ferlinum í að skora mörk en þó vil ég ekki setja mér eitthvað takmark fyrir restina á tímabilinu heldur vil ég bara hjálpa liðinu í að vinna Meistaradeildina," sagði Torres á blaðamannafundinum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan