| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Arsenal er fyrirmynd
Rafael Benítez og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar lið þeirra mætast í fyrri viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu, og liðin mætast svo aftur í tveimur öðrum leikjum á örfáum dögum. Framtíð Rafael Benítez hjá félaginu er mjög óljós, og þá einna helst eftir deilurnar við eigendur félagsins fyrr á leiktíðinni. Rafa segist þrá að vera gefinn langur tími við stjórnvölinn á Anfield og skapa langvarandi arfleið á Anfield, svipað og Arsene Wenger hefur verið að gera hjá Arsenal en hann hefur verið með liðið frá árinu 1996.
"Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning og það sé staðið við bakið á manni. Langtímamarkmið er lykillinn ef þú vilt fá brag og sigurlið. Wenger veit hver bragurinn er og hvaða hugmyndir hann vill koma þangað, og mér finnst það gott. Við stefnum í sömu átt en kanski erum við ögn hægari vegna þess að við verðum að aðlaga nokkra hluti.
Ég veit ekki hvort að hann starfar undir minni pressu en sem knattspyrnustjóri verðurðu að greina hluti með ró. Þú getur ekki ekki stjórnað hvað fólk segir um bikara og þess lags hluti. Þú verður að segja 'hlustið, þetta er okkar hugmynd um að stefna í rétta átt' og reyna að gera áfram réttu hlutina."
Rafa telur að hann hafi orðið fórnarlamb sigra sinna á Anfield eftir að hafa stýrt liðinu til sigur í Meistaradeild Evrópu og FA bikarnum á hans fyrstu tveimur tímabilum við stjórn.
"Þegar ég kom til félagsins höfðum við ekki unnið neitt í tvö ár og áttum í erfiðleikum með að enda í fjórum efstu sætunum og að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Enginn bjóst við því að við myndum vinna eitthvað og við unnum Meistaradeildina. Þá töluðu allir um að við ættum að gera meira og árið eftir unnum við FA bikarinn. En vegna þess að við vinnum titla þá verða væntingarnar miklar og við eigum að vera samkeppnishæfir - og það er ástæðan fyrir því að við höfum haft meiri pressu á okkur."
Rafael Benítez hefur stýrt liði sínu í níu leikjum gegn Arsenal síðan hann tók við liðinu. Í þeim leikjum hefur Liverpool unnið þrjá leiki, tapað fimm og einu sinni hafa liðin skilið jöfn.
"Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning og það sé staðið við bakið á manni. Langtímamarkmið er lykillinn ef þú vilt fá brag og sigurlið. Wenger veit hver bragurinn er og hvaða hugmyndir hann vill koma þangað, og mér finnst það gott. Við stefnum í sömu átt en kanski erum við ögn hægari vegna þess að við verðum að aðlaga nokkra hluti.
Ég veit ekki hvort að hann starfar undir minni pressu en sem knattspyrnustjóri verðurðu að greina hluti með ró. Þú getur ekki ekki stjórnað hvað fólk segir um bikara og þess lags hluti. Þú verður að segja 'hlustið, þetta er okkar hugmynd um að stefna í rétta átt' og reyna að gera áfram réttu hlutina."
Rafa telur að hann hafi orðið fórnarlamb sigra sinna á Anfield eftir að hafa stýrt liðinu til sigur í Meistaradeild Evrópu og FA bikarnum á hans fyrstu tveimur tímabilum við stjórn.
"Þegar ég kom til félagsins höfðum við ekki unnið neitt í tvö ár og áttum í erfiðleikum með að enda í fjórum efstu sætunum og að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Enginn bjóst við því að við myndum vinna eitthvað og við unnum Meistaradeildina. Þá töluðu allir um að við ættum að gera meira og árið eftir unnum við FA bikarinn. En vegna þess að við vinnum titla þá verða væntingarnar miklar og við eigum að vera samkeppnishæfir - og það er ástæðan fyrir því að við höfum haft meiri pressu á okkur."
Rafael Benítez hefur stýrt liði sínu í níu leikjum gegn Arsenal síðan hann tók við liðinu. Í þeim leikjum hefur Liverpool unnið þrjá leiki, tapað fimm og einu sinni hafa liðin skilið jöfn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan