| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Lið hræðast okkur!
Fyrirliðinn Steven Gerrard er full viss um að frammistaða Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár geri þá líklega til að hreppa hnossið aftur á þessu ári. Tvisvar á síðustu þremur árum hefur Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, og unnið í annað skiptið árið 2005.
Til þess að geta komist í þriðja skiptið í úrslitin á aðeins fjórum árum þá þarf Liverpool fyrst að sigra Arsenal sem að hafa haft ívið oftar betur gegn Liverpool á síðustu tímabilum, en í Meistaradeildinni er Liverpool að mörgum taldir sterkastir og hafa slegið út hin ótrúlegustu lið.
"Við erum mjög sterkt lið í Evrópukeppnum og við erum alltaf vongóðir um að komast áfram sama hverjum við komum til með að mæta. Ég tel að önnur lið eru áhyggjufyllri að mæta okkur því við höfum bætt okkur síðastliðin tvö til þrjú ár og við erum eitt besta liðið í þessari keppni. Við höfum ekkert að óttast, við mætum bara þangað fullir sjálfstrausts og gerum okkar besta!" segir Steven Gerrard.
Steven Gerrard hefur verið frábær á leiktíðinni og hefur hann skorað alls nítján mörk á tímabilinu og hafa fimm þeirra komið í Meistaradeild Evrópu, en hann er þriðji markahæsti maðurinn í keppninni.
Til þess að geta komist í þriðja skiptið í úrslitin á aðeins fjórum árum þá þarf Liverpool fyrst að sigra Arsenal sem að hafa haft ívið oftar betur gegn Liverpool á síðustu tímabilum, en í Meistaradeildinni er Liverpool að mörgum taldir sterkastir og hafa slegið út hin ótrúlegustu lið.
"Við erum mjög sterkt lið í Evrópukeppnum og við erum alltaf vongóðir um að komast áfram sama hverjum við komum til með að mæta. Ég tel að önnur lið eru áhyggjufyllri að mæta okkur því við höfum bætt okkur síðastliðin tvö til þrjú ár og við erum eitt besta liðið í þessari keppni. Við höfum ekkert að óttast, við mætum bara þangað fullir sjálfstrausts og gerum okkar besta!" segir Steven Gerrard.
Steven Gerrard hefur verið frábær á leiktíðinni og hefur hann skorað alls nítján mörk á tímabilinu og hafa fimm þeirra komið í Meistaradeild Evrópu, en hann er þriðji markahæsti maðurinn í keppninni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan