Alan Hansen spáir í Englandsrimmuna
Englandsorrustunnar milli Liverpool og Arsenal er beðið með mikilli eftirvæntingu um allt England. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að velta rimmunni fyrir sér.
"Gamla liðið mitt er eins og sniðið fyrir Meistaradeildina. Þetta sannaðist enn og aftur gegn Inter Milan í síðustu umferð keppninnar. Liðið var mjög traust, beitti hættulegum skyndisóknum og það mun koma með gott sjálfstraust í leikina gegn Arsenal. Arsenal er mjög hæfileikaríkt lið og þar á bæ munu menn vonast til þess að lykilmenn liðsins sýni hæfileika sína gegn Liverpool. Emmanuel Adebayor hefur fatast flugið að undanförnu og jafnvel Cesc Fabregas hefur ekki spilað eins vel og hann gerði áður. Vörnin hefur ekki verið upp á það besta og mótherjar þeirra munu hafa veitt því athygli hvernig liðið brotnaði niður gegn Chelsea á Stamford Bridge eftir að hafa verið með forystu þegar 20 mínútur voru eftir. En liðsmenn Arsene Wenger vonast samt örugglega til þess að hinn ótrúlegi sigur þeirra gegn Bolton muni koma liðinu í gang. Sigurinn á Reebok á laugardaginn hefur án nokkurs vafa fært liðinu byr í seglin en það verður mun erfiðara að fást við Liverpool en Bolton.
Ég held að Liverpool muni komast áfram því Meistaradeildin virðist henta liðinu svo vel. Þar er spilað af meiri varkárni og þar eru betra að láta ákveðnar leikaðferðir ganga upp. Rafael Benítez er varkár framkvæmdastjóri. Ég gef honum þó ekki þá umsögn með neikvæðni í huga. Hann hefur einfaldlega lag á því að leggja upp leiki í Meistaradeildinni. Árangur Liverpool upp á síðkastið í keppninni sannar einfaldlega hversu snjall Rafael er að leggja á ráðin fyrir leiki í þessari keppni. Liverpool mun örugglega spila varnarleik í útileiknum og menn þar á bæ munu vera ánægðir með að seinni leikurinn verður á Anfield því þar koma áhorfendur til skjalanna. Ég á von á því að þetta verði jöfn rimma þar sem kraftur og barátta muni verða meira áberandi en falleg knattspyrna."
Þetta er brot úr grein sem birtist á vefsíðu BBC.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!