| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Annar kafli þríleiksins við Arsenal fer fram um hádegisbilið á laugardaginn. Þeim fyrsta lauk með jafntefli en hvað gerist nú? Þessi leikur hefur ekki síður þýðingu en Meistaradeildarleikirnir. Kannski líta margir til þess að Evrópuleikirnir séu mikilvægari en þessi deildarleikur. Það verður þó varla sagt því Liverpool á enn í harðri baráttu við Everton um fjórða sætið í deildinni. Víst er að Bláliðar bíða færis ef Liverpool skyldi verða á í þessum leik. Arsenal á svo enn möguleika á enska meistaratitlinum. Liðið er reyndar sex stigum á eftir Manchester United en Skytturnar hljóta að berjst þar til möguleikar þeirra verða endanlega úr sögunni. Það verður því mikið í húfi á Emirates leikvanginum á laugardaginn ekki síður en en í miðvikudagskvöldið og svo á Anfield Road þegar þríleiknum lýkur.

Þríleikur þessara liða þykir einstakur en hann er það nú samt alls ekki. Á leiktíðinni 1979/1980 léku Arsenal og Liverpool fimm sinnum á tímabilinu frá 12. apríl til 1. maí. Liðin drógust saman í undanúrslitum F.A. bikarsins og þurfti fjórar viðureignir til að útkljá þá viðureign. Arsenal vann fjórða leikinn 1:0. Liðin spiluðu svo einu sinni í deildinni að auki. Líklega hefði mátt kalla þetta fimmtarþraut liðanna! Fjórum leikjum liðanna í fimmtarþrautinni lauk með jafntefli. Hvað verður nú?

Liverpool gegn Arsenal á síðustu sparktíð: Þetta var nú með slakari leikjum Liverpool á síðustu leiktíð. Liverpool lék ekki vel í fyrstu heimsókn sinni á Emirates leikvanginn og mátti þola slæman skell.

Spá Mark Lawrenson 

Arsenal v Liverpool


Hvað hefur það oft gerst að lið sem eru nýbúin að spila bikarleik mætast svo aftur í deildinni nokkrum dögum seinna? Í þessu tilefelli er reyndar um að ræða leik í kjölfar leiks í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það verður áhugavert að sjá hvaða leikmönnum Liverpool mun tefla fram. Liðið er enn ekki öruggt með fjórða sætið í Úrvalsdeildinni en svo þarf líka að hafa í huga seinni leikinn í átta liða úrslitunum við Arsenal á þriðjudaginn.

Ég á ekki von á því að það verði mikill munur á þessum leik og leiknum á miðvikudagskvöldið sem endaði 1:1. Ég hugsa að Liverpool muni spila aftarlega á vellinum og finnst líklegt að Skytturnar vinni þennan leik.

Úrskurður: Arsenal v Liverpool 2:1.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan